Græn hugverk eru auðlind Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2020 09:00 Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Höfundaréttur Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðahugverkadagsins, sem hefur verið haldinn 26. apríl ár hvert frá árinu 2000, er fullt tilefni til að vekja sérstaka athygli á mikilvægi hugverka og hugverkaréttinda fyrir nýsköpunarsamfélag nútímans. Þema dagsins í ár er nýsköpun fyrir græna framtíð („Innovation for a Green Future“) sem má telja viðeigandi vegna þeirra áskorana sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa í för með sér. Um þessar mundir stendur heimsbyggðin frammi fyrir annarri og óvæntari áskorun þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur hægt verulega á hjólum efnahagslífsins og lamað heilu samfélögin. Mikilvægi hugverka verður seint ofmetið gagnvart skammtímaáskorunum eins og heimsfaraldrinum og þeirri langtímaáskorun að gera samfélag manna svo sjálfbært að takist að forða því frá þeim hörmungum sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Undir venjulegum kringumstæðum gegna hugverkaréttindi einkum því hlutverki að hvetja til nýsköpunar og framþróunar, tryggja eignarrétt og stuðla að samkeppni og viðskiptum. Nú þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessum stóru áskorunum verður fljótt ljóst hvernig hugverk og hugverkaréttindi geta bætt samfélög og gert þau sjálfbærari. Frammi fyrir slíkum áskorunum þurfa allir að leggjast á eitt, deila þekkingu og koma á fót samstarfi og samvinnu, jafnvel meðal aðila sem undir venjulegum kringumstæðum ættu í harðri samkeppni. Hnattræn vandamál kalla á hnattrænar lausnir og í heimsfaraldrinum má öllum vera ljóst hversu mikilvægt alþjóðasamstarf í vísindum og tækni er ef takast á að sigrast á áskorunum sem virða engin landamæri, hvort sem um er að ræða ógn við heilbrigði eða umhverfi. Þrátt fyrir smæð sína getur Ísland átt mikilvægan þátt í því að takast á við slíkar áskoranir. Hér á landi eru aðilar sem stunda nýsköpun á heimsmælikvarða, svo sem á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu, kolefnisbindingar og heilbrigðistækni. Þá er sjávarútvegurinn gott dæmi um iðnað sem hefur nýtt sér hátæknilausnir í grænum tilgangi með því að auka nýtingu auðlinda og minnka sóun. Eins eru dæmi um að hugverk og hugvit í sjávarútvegi hafi orðið að lausnum á sviði heilbrigðistækni. Í heimsfaraldrinum hefur sömuleiðis orðið ljóst hvernig nýsköpun í þjónustu einkaaðila og hins opinbera, m.a. í formi rafrænnar þjónustu og ýmissa tæknilausna, sem hafa gert fjölda fólks mögulegt að vinna í fjarvinnu, hefur dregið úr umferð og þar með tilheyrandi mengun og slysahættu. Þannig kunna þessar fordæmalausu aðstæður að hafa breytt samfélaginu til lengri tíma eða að minnsta kosti flýtt fyrir nauðsynlegri þróun. Aukin vitund um hugverkaiðnað á Íslandi og hvernig hann getur verið grundvöllur fyrir sjálfbæra verðmætasköpun skiptir gríðarlega miklu máli. Í nýsköpunarstefnu fyrir Íslands, „Nýsköpunarlandið Ísland“, sem gefin var út árið 2019 kemur fram að nýsköpun sé „ekki aðeins grunvöllur efnahagslegar velgengni heldur lykillinn að úrlausnum á stærstu viðfangsefnum komandi áratuga“ og að mikilvægt sé „að leggja áherslu á þróun grænna tæknilausna hér á landi í átt til aukinnar sjálfbærni í atvinnulífi og samfélagi“. Nýsköpunarstefnan, framlög til nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, Auðna tæknitorg, sem er ætlað að sinna tækniyfirfærslu fyrir háskóla- og vísindasamfélagið, fjárfesting einkaaðila í nýsköpun, hugarfar frumkvöðla og fjölmörg önnur framfaraskref leggja grunn að hugverkaiðnaði sem styrkir stoðir undir Ísland framtíðarinnar. Framtíð þar sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru í forgrunni. Öflugur hugverkaiðnaður og nýsköpun, m.a. á sviði grænna tæknilausna, verða leiðarstefið á næstu áratugum. Hugverkaiðnaður er að því leyti frábrugðin hefðbundnum iðnaði að hann reiðir sig ekki á náttúrulegar auðlindir og getur því staðið undir sjálfbærri verðmæta- og atvinnusköpun án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hugverk eru þannig aðeins háð takmörkunum hugans. Segja má að þau séu óþrjótandi, ólíkt auðlindum jarðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fyrirtæki í hugverkaiðnaði greiða að meðaltali 47% hærri laun en hefðbundinn iðnaður og að hugverkaiðnaður þolir betur efnahagsáföll eins og heimsbyggðin stendur frammi fyrir núna. Nýsköpun, hugverk og hugvit eru lykillinn að uppbyggingunni eftir neikvæðar efnahagsafleiðingar heimsfaraldursins, en ekki síður að því að skapa þá grænu og sjálfbæru framtíð sem er heimsbyggðinni nauðsynleg þegar loftslagsbreytingarnar komast aftur á dagskrá innan tíðar. Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun