„Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2020 11:52 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Borgarstjóri vill skoða hvort hægt sé að loka fyrir bílaumferð á völdum stöðum í miðborginni til að auka rými fyrir fólk sem vill njóta lífsins en um leið virða tveggja metra regluna. Borgarstjóri segir veturinn hafa farið í skipuleggja innirými vegna veirunnar, nú sé komið að útisvæðum. „Við erum aðkoma út úr vetri þar sem við erum orðin vön því að skipuleggja öll innirými til að virða tveggja metra regluna, þessi fjarlægðarmörk og tryggja sóttvarnir. Það sem við erum að sjá eftir að vorið kom og sumarið að fólk er úti að hreyfa sig og njóta lífsins. Það eru fleiri og fleiri veitingastaðir og verslanir að opna í miðborginni sem auðvitað draga til sín sem er frábært. Þess vegna höfum við fengið ábendingar um að við þurfum að huga að þessum hlutum til að allt gangi upp í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og almannavarnir,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Hann segir of snemmt að segja til um hvort borgin muni ganga lengra í lokunum en áður. „Það sem við viljum gera er að koma til móts við rekstraraðila sem vilja stækka veitingastaðina með því að færa borð og stóla á gangstéttir og jafnvel götur því þau geta tekið svo fáa inn á staðina hjá sér. Það sama getur líka átt við verslanir að einhverju leyti. Við sjáum fyrir okkur að losa um regluverkið og auðvelda rekstraraðilum svona breytingar, því við vitum að þetta hefur verið mjög erfiður vetur og vor. Við viljum gera allt sem við getum til að þetta verði frábært sumar, auðvitað fyrir borgarbúa og líka fyrir gesti borgarinnar,“ segir Dagur. Veturinn hafi einkennst af ferðalögum innandyra en nú sé komið að því að ferðast innanlands í sumar. „Reykjavík ætlar að skarta sínu fegursta í sumar og auðvelda rekstraraðilum eins og nokkur er kostur að vera í samræmi í leiðbeiningar almannavarna og sóttvarnalæknis en um leið að fá til sín fólk og gera skemmtilega hluti.“ Fjöldi borga hafa gripið til þess að fjölga göngugötum og hjólastígum til að koma til móts við fólk sem vill hreyfa sig og njóta útiveru. Var það til dæmis gert eftir að ásókn í útivistarsvæði borganna var orðin mjög mikil sökum kórónuveirunnar. „Vorið og sólin kom fyrr mjög víða. Ég hef tekið eftir því að það er allskonar nýmæli í þessu og mjög víða hefur þurft að fjölga og gera tímabundna hjólastíga því þeir hafa verið of mikið notaðir og göngugötum hefur stórfjölgað í sumum borgum. Sú borg hefur lent kannski hvað verst í Covid, Mílanó á Ítalíu, þar eru mjög stór plön varðandi göngugötur til að koma til móts við mannlífið og fólk sem er komið með nóg af inniverunni.“ Hann ætlar að bera þessar hugmyndir undir almannavarnir. „Mér finnst eðlilegt að bera undir almannavarnir þetta skipulag, alveg eins og við höfum borið undir almannavarnir skipulag í skólum fundarsölum og sundlaugun,. Við erum í þessu saman og gerum þetta saman. Það hefur verið gríðarlegur styrkur í öllum viðbrögðum Íslands hvað fólk hefur verið samstíga. Við höfum einsett okkur að vera það áfram. “
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira