Vill spjalda menn fyrir að hrækja á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 13:00 Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hrækir hér á völlinn í leik með Juventus á móti AS Roma. Getty/Nicolò Campo Kórónuveirufaraldurinn mun mögulega hafa áhrif á reglur fótboltans nú þegar menn leita allra leiða til að fá boltann aftur til að rúlla inn á fótboltavöllum heimsins. Augu manna verða á öllu sem tengist smitvörnum þegar fótboltinn fer aftur af stað út um allan heim og yfirlæknir Alþjóða knattspyrnusambandsins vill nú útrýma því sem gerist mögulega yfir hundrað sinnum í hverjum fótboltaleik. Yfirlæknir FIFA vill nefnilega banna leikmönnum að hrækja á völlinn en vísindamenn segja að munnvatnið gæti verið á vellinum í marga klukkutíma og á meðan breitt út kórónuveirunni. Spitting should be outlawed on resumption and punished by yellow card, says Fifa's chief medichttps://t.co/6mQRdGhkeO— Telegraph Football (@TeleFootball) April 27, 2020 Það hefur hingað til verið samþykktur hluti fótboltaleiks að leikmenn hræki hvað eftir annað á völlinn. Það gefur að skilja að með því eru þeir mögulega að dreifa kórónuveirunni séu þeir smitaðir. Stjórnarmaður FIFA vill bregðast við þessu með því að leikmenn fái gult spjald fyrir að hrækja á leikvöllinn þegar keppni hefst á nýjan leik. „Þetta er mjög algengt í fótboltanum og er ekki mjög hreinlegt. Þegar við byrjum fótboltann á ný þá verðum við að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir það að menn hræki á völlinn,“ sagði Michel D’Hooghe, stjórnarformaður læknaráðs FIFA, í viðtali við The Telegraph. „Stóra spurningin er hvernig við förum að því og hvort að það sé mögulegt. Kannski með því að gefa gult spjald,“ sagði Michel D’Hooghe. „Þetta er óþrifalegt og með þessu eru menn að sjá fyrir góðri leið til að dreifa vírusnum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju við þurfum að fara mjög varlega þegar við byrjum aftur að spila. Ég er ekki svartsýnn maður að eðlisfari en ég er fullur efasemda eins og er,“ sagði Michel D’Hooghe. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn mun mögulega hafa áhrif á reglur fótboltans nú þegar menn leita allra leiða til að fá boltann aftur til að rúlla inn á fótboltavöllum heimsins. Augu manna verða á öllu sem tengist smitvörnum þegar fótboltinn fer aftur af stað út um allan heim og yfirlæknir Alþjóða knattspyrnusambandsins vill nú útrýma því sem gerist mögulega yfir hundrað sinnum í hverjum fótboltaleik. Yfirlæknir FIFA vill nefnilega banna leikmönnum að hrækja á völlinn en vísindamenn segja að munnvatnið gæti verið á vellinum í marga klukkutíma og á meðan breitt út kórónuveirunni. Spitting should be outlawed on resumption and punished by yellow card, says Fifa's chief medichttps://t.co/6mQRdGhkeO— Telegraph Football (@TeleFootball) April 27, 2020 Það hefur hingað til verið samþykktur hluti fótboltaleiks að leikmenn hræki hvað eftir annað á völlinn. Það gefur að skilja að með því eru þeir mögulega að dreifa kórónuveirunni séu þeir smitaðir. Stjórnarmaður FIFA vill bregðast við þessu með því að leikmenn fái gult spjald fyrir að hrækja á leikvöllinn þegar keppni hefst á nýjan leik. „Þetta er mjög algengt í fótboltanum og er ekki mjög hreinlegt. Þegar við byrjum fótboltann á ný þá verðum við að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir það að menn hræki á völlinn,“ sagði Michel D’Hooghe, stjórnarformaður læknaráðs FIFA, í viðtali við The Telegraph. „Stóra spurningin er hvernig við förum að því og hvort að það sé mögulegt. Kannski með því að gefa gult spjald,“ sagði Michel D’Hooghe. „Þetta er óþrifalegt og með þessu eru menn að sjá fyrir góðri leið til að dreifa vírusnum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju við þurfum að fara mjög varlega þegar við byrjum aftur að spila. Ég er ekki svartsýnn maður að eðlisfari en ég er fullur efasemda eins og er,“ sagði Michel D’Hooghe.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira