Jordan aðeins í fjórða sæti á lista Isiah Thomas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 11:00 Michael Jordan með bikarinn eftir að hann vann loksins NBA-deildina árið 1991. Getty/Ken Levine Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira