Það er draumur sumra að slá heimsmet. Að ná að framkvæma eitthvað sem enginn hefur gert áður.
YouTube-síðan Trend Central hefur tekið saman lista yfir tíu heimsmet sem sennilega verða ekki slegin í bráð.
Má þar nefni met eins og að aka bifreið upp 999 tröppur og það í 45 gráðu halla, ganga á 72 metra langri línu án öryggissnúru og það í fjögur hundruð metra hæð, halda fótbolta á lofti í sahara eyðimörkinni og ganga hundrað kílómetra í leiðinni og margt fleira.