Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar og segist taka við afsökunarbeiðni á fimmtudögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 10:52 Jón Steinar í réttarsal. visir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu. Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu.
Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira