Athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eiga von á sínu þriðja barni saman. Bæði greina þau frá því á Instagram og birta mynd af þeim Oliver og Tristan sem hjónin eiga fyrir.
Þriðja barnið kemur í heiminn í október.
„Við erum himinlifandi að geta tilkynnt ykkur að bráðum verður fjölskyldan fimm manna. Eða í raun sjö manna með tveimur hundum,“ skrifar Kristbjörg í færslu á Instagram.
Kristbjörg ræddi um móður hlutverkið í Einkalífinu í byrjun ársins.
Áður hafði eiginmaður hennar Aron Einar mætt í þáttinn og ræddi þar einnig um föðurhlutverkið.