Var settur í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:30 Guðmundur Torfason með gullskóinn á forsíðu bókarinnar Mörk og sætir sigrar eftir Sigmund Ó. Steinarsson sem kom út eftir 1986 tímabilið þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram og jafnaði með því markametið í efstu deild. Mynd/Mörk og sætir sigrar Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira