Sorgir sameignar Svanur Guðmundsson skrifar 29. apríl 2020 12:00 Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, “Lög um stjórn fiskveiða”, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi. Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, “Lög um stjórn fiskveiða”, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi. Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar