Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 07:46 Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri og ábyrgðarmaður DV þegar fréttin birtist á vefnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Vísir/vilhelm Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira