Eftirminnilegasta sumarfríið: Handtekin í Las Vegas Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2020 11:30 Síðustu viðmælendur Einkalífsins fengu allir sömu spurninguna. Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá er sumarið loksins komið. Eftir vægast sagt erfiðan vetur eiga Íslendingar skilið að fá fínt sumar eins og hefur verið síðustu daga víðsvegar um landið. Allir gestirnir í fjórðu þáttaröðinni af Einkalífinu voru beðnir um að rifja upp eftirminnilegasta sumarfríið. Þeir gestir sem svöruðu eru: Kristbjörg Jónasdóttir, Gunnar Valdimarsson, Tobba Marínós, Sverrir Þór Sverrisson, Alda Karen Hjaltalín, Gauti Þeyr Másson og Björg Magnúsdóttir. Alda Karen rifjaði upp nokkuð sérstakt atvik í Las Vegas. „Ég og pabbi minn og litlu bróðir minn fórum til L.A. og Las Vegas fyrir nokkrum árum síðan. Við sáum einmitt leik með Kobe Bryant sem var þá og hét, blessuð sé minning hans. Við keyrðum síðan frá L.A. til Las Vegas og ég var fimmtán ára að verða sextán,“ segir Alda Karen um þessa eftirminnilegu ferð. „Ég var ekki alveg viss með lögin þarna og það eru rosalega mikið af spilavítum í Las Vegas. Við mætum til Las Vegas og innritunarborðið á hótelinu er í raun á milli tveggja spilakassa og bara inni í spilavítinu. Pabbi er eitthvað að innrita okkur á hótelið og ég hugsa með mér að skella mér aðeins í spilakassann. Ég stend við kassann og er að hugsa hvernig þetta allt saman virkar. Þá er pikkar allt í einu maður í mig og biður mig um að fara veðja fyrir sig á stóru rúllettuborði, ég væri svo sæt og það myndi fylgja heppni með mér.“ Alda segist heldur betur hafa verið til í það. „Ég byrja bara að raða inn og svo kemur allt í einu dragdrottning að mér og spyr mig hvað ég væri gömul. Ég svaraði bara strax, ég er bara fimmtán. Þá sagði hún bara, ok ég er þá að fara handtaka þig. Ég á sko mynd þar sem hún er búin að taka hendurnar á mér fyrir aftan bak og er að fara handtaka mig með handjárnum. Pabbi minn rétt nær að koma og útskýra málið en þá voru þau á leiðinni með mig í spilavítafangelsi.“ Einkalífið Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá er sumarið loksins komið. Eftir vægast sagt erfiðan vetur eiga Íslendingar skilið að fá fínt sumar eins og hefur verið síðustu daga víðsvegar um landið. Allir gestirnir í fjórðu þáttaröðinni af Einkalífinu voru beðnir um að rifja upp eftirminnilegasta sumarfríið. Þeir gestir sem svöruðu eru: Kristbjörg Jónasdóttir, Gunnar Valdimarsson, Tobba Marínós, Sverrir Þór Sverrisson, Alda Karen Hjaltalín, Gauti Þeyr Másson og Björg Magnúsdóttir. Alda Karen rifjaði upp nokkuð sérstakt atvik í Las Vegas. „Ég og pabbi minn og litlu bróðir minn fórum til L.A. og Las Vegas fyrir nokkrum árum síðan. Við sáum einmitt leik með Kobe Bryant sem var þá og hét, blessuð sé minning hans. Við keyrðum síðan frá L.A. til Las Vegas og ég var fimmtán ára að verða sextán,“ segir Alda Karen um þessa eftirminnilegu ferð. „Ég var ekki alveg viss með lögin þarna og það eru rosalega mikið af spilavítum í Las Vegas. Við mætum til Las Vegas og innritunarborðið á hótelinu er í raun á milli tveggja spilakassa og bara inni í spilavítinu. Pabbi er eitthvað að innrita okkur á hótelið og ég hugsa með mér að skella mér aðeins í spilakassann. Ég stend við kassann og er að hugsa hvernig þetta allt saman virkar. Þá er pikkar allt í einu maður í mig og biður mig um að fara veðja fyrir sig á stóru rúllettuborði, ég væri svo sæt og það myndi fylgja heppni með mér.“ Alda segist heldur betur hafa verið til í það. „Ég byrja bara að raða inn og svo kemur allt í einu dragdrottning að mér og spyr mig hvað ég væri gömul. Ég svaraði bara strax, ég er bara fimmtán. Þá sagði hún bara, ok ég er þá að fara handtaka þig. Ég á sko mynd þar sem hún er búin að taka hendurnar á mér fyrir aftan bak og er að fara handtaka mig með handjárnum. Pabbi minn rétt nær að koma og útskýra málið en þá voru þau á leiðinni með mig í spilavítafangelsi.“
Einkalífið Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira