Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 14:15 Frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum. Vísir/Friðrik Þór Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Ágreiningsefni málsins varðaði einkum efnistök tölvuskeytis sem Friðrik sendi umboðsfyrirtækinu í september 2018, þar sem hann sagðist myndu selja tvær fasteignir til að gera persónulega upp skuldina við hljómsveitina. Töldu sig ekki þurfa að borga meira K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, höfðaði málið á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf., sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði sumarið 2018, sem og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Katrín Ólafsson systir hans hefur einnig verið í forsvari fyrir félagið. Dómurinn dregur ekki í efa að strax 9. febrúar 2018 hafi verið samið um að Solstice myndi greiða Slayer samtals 250 þúsund Bandaríkjadali fyrir að koma fram á hátíðinni. Umrædd upphæð hafi verið samþykkt í tölvupósti frá Katrínu til umboðsskrifstofunnar þann dag. Málsaðila greinir á um þetta en í dómi segir að Solstice hafi samanlagt greitt hljómsveitinni 160 þúsund dali, rúmar 23 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Solstice hafi litið svo á að með því að greiða umrædda fjárhæð og sjá um sviðsetningu hefði umsamin þóknun að fullu verið greidd. Umboðsfyrirtækið taldi hljómsveitina hins vegar hafa verið hlunnfarna um rúma 173 þúsund dali, eða rúmar 25 milljónir króna á núverandi gengi. Þar af voru rúmir 73 þúsund dalir í ógreiddan flugkostnað, sem Solstice þrætti fyrir og sagði augljóst að væri ekki eðlilegur. Að endingu leit umboðsfyrirtækið svo á að rúmir 133 þúsund dalir stæðu eftir ógreiddir. „when that is done I will pay slayer personally for solstice“ Friðrik ritaði umboðsfyrirtækinu tölvupóst 13. september 2018 þar sem hann sagðist hafa, til að leysa málið, sett á sölu tvær fasteignir sem hann ætti. Hann gerði ráð fyrir að önnur seldist fyrir lok mánaðar og þá myndi hann persónulega greiða Slayer fyrir að hafa komið fram á Solstice-hátíðinni. „when that is done I will pay slayer personally for solstice,“ hefur dómurinn upp úr umræddu tölvuskeyti Friðriks, sem á íslensku útleggst sem: „Þegar það er frágengið mun ég persónulega greiða Slayer fyrir Solstice“. Kerry King, meðlimur Slayer, leikur á tónleikum í New York í fyrra.Vísir/getty Höfuðágreningur málsins snýr að því hvernig beri að túlka efni þessa skeytis. Greiðslan sem nefnd var í skeytinu barst aldrei umboðsfyrirtækinu en samkvæmt framlögðum gögnum seldi Friðrik aðra af umræddum eignum í desember 2018. Friðrik hélt því fram að hann hefði ekki gefið skuldbindandi loforð í umræddum tölvupósti og hefði því ekki stofnast ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi að tölvupósturinn sýndi fram á að Friðrik teldi kröfu umboðsfyrirtækisins réttmæta. Þannig féllst dómurinn ekki á að tilefni væri til að beita svokallaðri andskýringarreglu og skýra efni tölvuskeytisins umboðsfyrirtækinu í óhag. Þá taldi dómurinn heldur engan vafa leika á því að Solstice Productions hefði samþykkt í febrúar 2018 að greiða Slayer 250 þúsund dali alls fyrir að koma fram á Secret Solstice. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Friðrik skuli greiða K2 Agency Limited umrædda kröfu, 133.273,45 Bandaríkjadali, eða rétt tæpar 20 milljónir króna, auk 2,3 milljóna króna í málskostnað. Dóminn í heild má nálgast hér. Secret Solstice Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Ágreiningsefni málsins varðaði einkum efnistök tölvuskeytis sem Friðrik sendi umboðsfyrirtækinu í september 2018, þar sem hann sagðist myndu selja tvær fasteignir til að gera persónulega upp skuldina við hljómsveitina. Töldu sig ekki þurfa að borga meira K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki Slayer, höfðaði málið á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf., sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði sumarið 2018, sem og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Katrín Ólafsson systir hans hefur einnig verið í forsvari fyrir félagið. Dómurinn dregur ekki í efa að strax 9. febrúar 2018 hafi verið samið um að Solstice myndi greiða Slayer samtals 250 þúsund Bandaríkjadali fyrir að koma fram á hátíðinni. Umrædd upphæð hafi verið samþykkt í tölvupósti frá Katrínu til umboðsskrifstofunnar þann dag. Málsaðila greinir á um þetta en í dómi segir að Solstice hafi samanlagt greitt hljómsveitinni 160 þúsund dali, rúmar 23 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Solstice hafi litið svo á að með því að greiða umrædda fjárhæð og sjá um sviðsetningu hefði umsamin þóknun að fullu verið greidd. Umboðsfyrirtækið taldi hljómsveitina hins vegar hafa verið hlunnfarna um rúma 173 þúsund dali, eða rúmar 25 milljónir króna á núverandi gengi. Þar af voru rúmir 73 þúsund dalir í ógreiddan flugkostnað, sem Solstice þrætti fyrir og sagði augljóst að væri ekki eðlilegur. Að endingu leit umboðsfyrirtækið svo á að rúmir 133 þúsund dalir stæðu eftir ógreiddir. „when that is done I will pay slayer personally for solstice“ Friðrik ritaði umboðsfyrirtækinu tölvupóst 13. september 2018 þar sem hann sagðist hafa, til að leysa málið, sett á sölu tvær fasteignir sem hann ætti. Hann gerði ráð fyrir að önnur seldist fyrir lok mánaðar og þá myndi hann persónulega greiða Slayer fyrir að hafa komið fram á Solstice-hátíðinni. „when that is done I will pay slayer personally for solstice,“ hefur dómurinn upp úr umræddu tölvuskeyti Friðriks, sem á íslensku útleggst sem: „Þegar það er frágengið mun ég persónulega greiða Slayer fyrir Solstice“. Kerry King, meðlimur Slayer, leikur á tónleikum í New York í fyrra.Vísir/getty Höfuðágreningur málsins snýr að því hvernig beri að túlka efni þessa skeytis. Greiðslan sem nefnd var í skeytinu barst aldrei umboðsfyrirtækinu en samkvæmt framlögðum gögnum seldi Friðrik aðra af umræddum eignum í desember 2018. Friðrik hélt því fram að hann hefði ekki gefið skuldbindandi loforð í umræddum tölvupósti og hefði því ekki stofnast ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi að tölvupósturinn sýndi fram á að Friðrik teldi kröfu umboðsfyrirtækisins réttmæta. Þannig féllst dómurinn ekki á að tilefni væri til að beita svokallaðri andskýringarreglu og skýra efni tölvuskeytisins umboðsfyrirtækinu í óhag. Þá taldi dómurinn heldur engan vafa leika á því að Solstice Productions hefði samþykkt í febrúar 2018 að greiða Slayer 250 þúsund dali alls fyrir að koma fram á Secret Solstice. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Friðrik skuli greiða K2 Agency Limited umrædda kröfu, 133.273,45 Bandaríkjadali, eða rétt tæpar 20 milljónir króna, auk 2,3 milljóna króna í málskostnað. Dóminn í heild má nálgast hér.
Secret Solstice Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Secret Solstice frestað um eitt ár Forsvarsmenn tónlistahátíðarinnar Secret Solstice hafa ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár og er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hátíðin átti að fara fram dagana 26. til 28. júní en fer þess í stað fram 25. til 27. júní 2021. 2. apríl 2020 12:00