Ísland „örugglega einn öruggasti staður í heimi“ fyrir kvikmyndagerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:15 Lori Balton hefur það að atvinnu að finna tökustaðir fyrir stórmyndir. Hún hefur margoft komið til Íslands og hefur sannfært kvikmyndagerðarmenn að taka upp verkin sín hér á landi. Getty/ Robin L Marshall Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Ferðamannaleysið, víðernin og góður árangur í baráttunni við kórónuveiruna gera Ísland að fýsilegum tökustað fyrir kvikmyndagerðarfólk, að mati Lori Balton. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er um að ræða örugglega einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Balton er margverðlaunuð í sínu fagi en hún sérhæfir sig í að finna tökustaði fyrir hinar og þessar kvikmyndir. Balton hefur t.a.m. valið tökustaði fyrir stórmyndirnar Inception, Once Upon a Time…in Hollywood og Lion King - auk þess að hafa sannfært Darren Aronofsky um að taka upp kvikmyndina Noah á Íslandi, sem Balton hefur sjálf heimsótt margoft. Hún er spurð álits í grein Los Angeles Times um áhuga kvikmyndargerðarfólks á Íslandi á kórónuveirutímum, sem rekja má til yfirlýsinga yfirmanns hjá Netflix í liðinni viku. Þegar Ted Sarandos kynnti nýtt uppgjör streymisveitunnar fyrir fjárfestum sagði hann að Netflix ynni aðeins að þátta- og kvikmyndagerð á tveimur stöðum í heiminum þessa dagana; Íslandi og í Suður-Kóreu. Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Þar væri hægt að sinna slíkum verkefnum því löndin tvö hefðu staðið sig einna best í að skima fyrir kórónuveirunni og rekja smit. Sarandos sagði að Netflix myndi draga lærdóm af því sem fyrirtækið hefði lært í löndunum tveimur og nýta þá þekkingu við framleiðslu framtíðarinnar. Síminn stoppar ekki Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og forsvarsmaður verkefnisins Film in Iceland, segir í samtali við LA Times að símhringingunum hafi vart linnt síðan Sarandos dásamaði Ísland sem tökustað. Hann hafi tekið við ótal fyrirspurnum frá kvikmyndagerðarfólki í Los Angeles, New York og Evrópu sem reyni nú að kortleggja hvar það eigi fyrst að hefja störf á ný þegar fer að fjara undan kórónuveirufaraldrinum. Einar Hansen Tómasson fer fyrir verkefninu Film In Iceland. Eftir fjölmargar stórmyndir á síðustu árum; eins og fyrrnefnda Noah, Prometheus, Thor: The Dark World og þættina Game of Thrones, þyki Ísland aftur eftirsóknarverður tökustaður. Ekki aðeins hafi vel tekist í baráttunni við kórónuveiruna heldur sé hægt að ganga að innviðum, endurgreiðslum og reyndum mannauði sem þekki vel vinnuna á bak við kvikmyndagerð sem þessa. Engir ferðamenn og því rétti tíminn Íslandsvinurinn Lori Balton segir að þó svo að hún sé passasöm í þessu árferði uppfylli Ísland öll réttu skilyrðin þegar kemur að innviðum og heilsufarsúrræðum. Mikil óþreyja sé í kvikmyndagerðarfólki að hefja störf á ný og Ísland sé í hennar augum ákjósanlegur áfangastaður fyrir þennan geira. „Núna er rétti tíminn til að taka upp á Íslandi því það eru nákvæmlega engir ferðamenn þarna,“ segir Balton við LA Times. „Ef þú ert á landsbyggðinni þá er líklega um að ræða einn öruggasta stað í heimi fyrir kvikmyndagerð.“ Ítarlega má fræðast um málið í grein Los Angeles Times þar sem nánar er rætt við Einar Hansen Tómasson. Þar ræðir hann meðal annars um þær útfærslur sem Film in Iceland hefur kynnt fyrir stjórnvöldum til að liðka megi fyrir komu erlends kvikmyndagerðarfólks.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira