Leggur til að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 13:27 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Icelandair Group stefnir á að safna hátt í 30 milljörðum í aukið hlutafé. Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Skoða ætti þann möguleika að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi. Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group í júní er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll í gærkvöldi. Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins verður skoðaður sá möguleiki að breyta skuldum í hlutafé. Í gær greindu stjórnvöld frá því, að ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að, að þá séu stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að skýr skilyrði verði sett fyrir hvers konar aðkomu ríkisins. Mikilvægt sé að almenningur sitji ekki uppi með skaðann. „Við vitum að Icelandair átti í rekstrarvanda áður en faraldurinn kom og ein leiðin gæti verið sú að ríkið kæmi að rekstri og tæki tapið sem orsakast af faraldrinum en eigendurnir myndu bara sjálfir glíma við fortíðarvandann. Það er hægt að gera með því að Icelandair stofni dótturfélag. Ríkið láni fyrir hlutabréfum í því félagi og það félag sjái um flugreksturinn núna og byggi upp félagið í framhaldinu þegar faraldurinn er genginn yfir,“ segir Oddný. Þetta sé þekkt leið til að bjarga fyrirtækjum í vanda. „Þetta er leið sem myndi tryggja það að við værum ekki að setja víkjandi lán sem að myndi hverfa í fortíðarvanda félagsins,“ segir Oddný. Samfylkingin Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Icelandair Group stefnir á að safna hátt í 30 milljörðum í aukið hlutafé. Þingmaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að ríkið komi félaginu til hjálpar vegna þeirra þrenginga sem kórónuveirufaraldurinn hafði í för með sér en eigendur verði að takast á við fortíðarvanda félagsins. Skoða ætti þann möguleika að ríkið láni fyrir hlutabréfum í nýju dótturfélagi. Markmið fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair Group í júní er að safna rúmlega 29 milljörðum króna í aukið hlutafé. Stjórn félagsins mun leggja tillögu þess efnis fyrir hluthafafund síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll í gærkvöldi. Hlutafjárútboðið er sagt mikilvægur liður í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en auk útboðsins verður skoðaður sá möguleiki að breyta skuldum í hlutafé. Í gær greindu stjórnvöld frá því, að ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að, að þá séu stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að skýr skilyrði verði sett fyrir hvers konar aðkomu ríkisins. Mikilvægt sé að almenningur sitji ekki uppi með skaðann. „Við vitum að Icelandair átti í rekstrarvanda áður en faraldurinn kom og ein leiðin gæti verið sú að ríkið kæmi að rekstri og tæki tapið sem orsakast af faraldrinum en eigendurnir myndu bara sjálfir glíma við fortíðarvandann. Það er hægt að gera með því að Icelandair stofni dótturfélag. Ríkið láni fyrir hlutabréfum í því félagi og það félag sjái um flugreksturinn núna og byggi upp félagið í framhaldinu þegar faraldurinn er genginn yfir,“ segir Oddný. Þetta sé þekkt leið til að bjarga fyrirtækjum í vanda. „Þetta er leið sem myndi tryggja það að við værum ekki að setja víkjandi lán sem að myndi hverfa í fortíðarvanda félagsins,“ segir Oddný.
Samfylkingin Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira