Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 18:00 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/bára Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Sjá meira