Staðan á baráttudegi verkalýðsins Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 1. maí 2020 19:59 Að halda baráttudag verkalýðsins hátíðlegan við þessar aðstæður vekur blendnar tilfinningar. Met hafa verið slegin í hópuppsögnum og atvinnuleysi stefnir í það mesta í sögunni. Margir eiga um sárt að binda. Í ofanálag má vinnandi fólk ekki, út af sóttvörnum, safnast saman á þessum baráttudegi til þess að efla andann. Það er skiljanlegt, en engu að síður bagalegt í ljósi þess að líklega hefur sjaldan verið jafnmikið tilefni til þess, því nú er virkilega þörf á að efla þrautseygjuna og samheldnina. Tímabundið eða ekki? Þungi efnahagsáfallsins er sífellt að koma betur í ljós. Þetta eru gríðarlegar hamfarir. Þetta er mun dýpri dalur en flestir sáu fyrir í upphafi faraldursins. Spurningin er sú, hvort ennþá sé hægt að hugga sig við það að þetta verði tímabundið ástand, og að ferðaþjónusta hefjist brátt að nýju, annar atvinnurekstur taki líka aftur fljótt við sér og að þau sem misst hafa vinnuna muni fá hana fljótt aftur. Hvað þetta varðar eru farnar að renna tvær grímur á marga. Óvissan er allt í kring. Óvissan varðandi veiruna og viðureignina við hana er flestum ljós, en hin óvissan, í tengslum við efnahagslífið, verður sífellt stærri. Hversu lengi geta svo margir verið án atvinnu með tilheyrandi skerðingum á kjörum án þess að það hafi miklar langvarandi afleiðingar? Munum við sjá fjöldagjaldþrot fyrirtækja á næstu mánuðum? Verður gengið svo mjög á sameiginlega sjóði að við verðum mörg ár að jafna okkur? Verður skorið niður í velferðarkerfinu og samneyslunni í kjölfarið með tilheyrandi langvarandi átökum? Vörn og sókn Bjartsýni er mikilvæg en raunsæi líka. Við skulum vona það besta, en útlitið er dökkt. Það sem við gerum núna skiptir miklu máli fyrir framtíðina. Þetta er tími sem við verðum að sækja fram hvað varðar uppbyggingu nýs samfélags á sama tíma og við reynum eftir öllum leiðum að minnka skaðann í samfélaginu til langs tíma, í sem breiðastri samvinnu aðila á vinnumarkaði. Nú er sá tími sem við verðum að standa vörð um fólkið og um þau mikilvægu réttindi sem launafólk hefur samið um. Þær raddir heyrast að nú þurfi að lækka laun eða falla frá samningsbundnum ákvæðum og réttindum. Það kemur ekki til greina. Við skulum halda okkur við tímabundin úrræði, eins og hlutabótaleiðina og fleiri slíkar leiðir, til þess að koma okkur í gegnum tímabundnar þrengingar. Um slíka aðferðafræði þarf að ríkja sem mest samstaða á þessum tímapunkti. Samningar standa og réttindi verða ekki gefin eftir. Sátt um nýja tíma Til þess að koma okkur í gegnum þessa varnarbaráttu farsællega er ákaflega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins, ásamt ríkisvaldinu, hafi sameiginlegt leiðarljós um það hvernig þjóðfélag við viljum sjá þegar við rísum upp úr þessu. Þetta þarf að ræða og mynda traust um markmiðin. Að öðrum kosti verður erfitt að réttlæta þær miklu þrengingar sem vinnandi fólk þarf núna að láta yfir sig ganga. Til hvers er barist? Til hvers er þraukað? Viss grundvallaratriði þurfa að vera kristalskýr. Það þarf að vera algjörlega á hreinu að launafólk verði sá hópur sem muni njóta nýrra tíma og að nýir tímar muni mótast af hagsmunum samfélagsins, launafólks og heildarinnar en ekki örfárra einstaklinga sem sitja að fjármunum. Einnig þarf að ríkja skilningur um það að fyrirtæki, sem nú þiggja björgun úr sameiginlegum sjóðum, þurfa að borga til baka til samfélagsins. Gera verður kröfu um að tap vegna áfalla lendi ekki enn eina ferðina einungis á herðum almennings. Til dæmis má gera kröfu um það að fyrirtæki borgi stuðninginn beint til baki með hagnaði framtíðarinnar eða hið opinbera eignist hlutafé á móti aðstoðinni. Við þurfum réttlæti. Það þarf að skipta jafnar í þjóðfélaginu, í samræmi við hlutdeild vinnandi fólks í verðmætasköpuninni og í takti við samfélagslegt mikilvægi starfanna, í velferðarþjónustu og annars staðar. Þetta ætti veiran að hafa kennt okkur. Covid-faraldurinn verður ekki eina krísan á 21.öldinni. Þá skulum við vita það og breyta samkvæmt því, að réttlátara og jafnara samfélag er ekki einungis farsælla samfélag heldur líka öruggara samfélag. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristján Þórður Snæbjarnarson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Að halda baráttudag verkalýðsins hátíðlegan við þessar aðstæður vekur blendnar tilfinningar. Met hafa verið slegin í hópuppsögnum og atvinnuleysi stefnir í það mesta í sögunni. Margir eiga um sárt að binda. Í ofanálag má vinnandi fólk ekki, út af sóttvörnum, safnast saman á þessum baráttudegi til þess að efla andann. Það er skiljanlegt, en engu að síður bagalegt í ljósi þess að líklega hefur sjaldan verið jafnmikið tilefni til þess, því nú er virkilega þörf á að efla þrautseygjuna og samheldnina. Tímabundið eða ekki? Þungi efnahagsáfallsins er sífellt að koma betur í ljós. Þetta eru gríðarlegar hamfarir. Þetta er mun dýpri dalur en flestir sáu fyrir í upphafi faraldursins. Spurningin er sú, hvort ennþá sé hægt að hugga sig við það að þetta verði tímabundið ástand, og að ferðaþjónusta hefjist brátt að nýju, annar atvinnurekstur taki líka aftur fljótt við sér og að þau sem misst hafa vinnuna muni fá hana fljótt aftur. Hvað þetta varðar eru farnar að renna tvær grímur á marga. Óvissan er allt í kring. Óvissan varðandi veiruna og viðureignina við hana er flestum ljós, en hin óvissan, í tengslum við efnahagslífið, verður sífellt stærri. Hversu lengi geta svo margir verið án atvinnu með tilheyrandi skerðingum á kjörum án þess að það hafi miklar langvarandi afleiðingar? Munum við sjá fjöldagjaldþrot fyrirtækja á næstu mánuðum? Verður gengið svo mjög á sameiginlega sjóði að við verðum mörg ár að jafna okkur? Verður skorið niður í velferðarkerfinu og samneyslunni í kjölfarið með tilheyrandi langvarandi átökum? Vörn og sókn Bjartsýni er mikilvæg en raunsæi líka. Við skulum vona það besta, en útlitið er dökkt. Það sem við gerum núna skiptir miklu máli fyrir framtíðina. Þetta er tími sem við verðum að sækja fram hvað varðar uppbyggingu nýs samfélags á sama tíma og við reynum eftir öllum leiðum að minnka skaðann í samfélaginu til langs tíma, í sem breiðastri samvinnu aðila á vinnumarkaði. Nú er sá tími sem við verðum að standa vörð um fólkið og um þau mikilvægu réttindi sem launafólk hefur samið um. Þær raddir heyrast að nú þurfi að lækka laun eða falla frá samningsbundnum ákvæðum og réttindum. Það kemur ekki til greina. Við skulum halda okkur við tímabundin úrræði, eins og hlutabótaleiðina og fleiri slíkar leiðir, til þess að koma okkur í gegnum tímabundnar þrengingar. Um slíka aðferðafræði þarf að ríkja sem mest samstaða á þessum tímapunkti. Samningar standa og réttindi verða ekki gefin eftir. Sátt um nýja tíma Til þess að koma okkur í gegnum þessa varnarbaráttu farsællega er ákaflega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins, ásamt ríkisvaldinu, hafi sameiginlegt leiðarljós um það hvernig þjóðfélag við viljum sjá þegar við rísum upp úr þessu. Þetta þarf að ræða og mynda traust um markmiðin. Að öðrum kosti verður erfitt að réttlæta þær miklu þrengingar sem vinnandi fólk þarf núna að láta yfir sig ganga. Til hvers er barist? Til hvers er þraukað? Viss grundvallaratriði þurfa að vera kristalskýr. Það þarf að vera algjörlega á hreinu að launafólk verði sá hópur sem muni njóta nýrra tíma og að nýir tímar muni mótast af hagsmunum samfélagsins, launafólks og heildarinnar en ekki örfárra einstaklinga sem sitja að fjármunum. Einnig þarf að ríkja skilningur um það að fyrirtæki, sem nú þiggja björgun úr sameiginlegum sjóðum, þurfa að borga til baka til samfélagsins. Gera verður kröfu um að tap vegna áfalla lendi ekki enn eina ferðina einungis á herðum almennings. Til dæmis má gera kröfu um það að fyrirtæki borgi stuðninginn beint til baki með hagnaði framtíðarinnar eða hið opinbera eignist hlutafé á móti aðstoðinni. Við þurfum réttlæti. Það þarf að skipta jafnar í þjóðfélaginu, í samræmi við hlutdeild vinnandi fólks í verðmætasköpuninni og í takti við samfélagslegt mikilvægi starfanna, í velferðarþjónustu og annars staðar. Þetta ætti veiran að hafa kennt okkur. Covid-faraldurinn verður ekki eina krísan á 21.öldinni. Þá skulum við vita það og breyta samkvæmt því, að réttlátara og jafnara samfélag er ekki einungis farsælla samfélag heldur líka öruggara samfélag. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun