Innlent

Hótaði ná­granna sínum með egg­vopni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Par var handtekið vegna gruns um ræktun á fíkniefnum. Plöntur og tæki voru gerð upptæk af lögreglunni.
Par var handtekið vegna gruns um ræktun á fíkniefnum. Plöntur og tæki voru gerð upptæk af lögreglunni. Vísir/Vilhelm

Það var annasöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Ungur maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu í nótt eftir að hann hótaði nágranna sínum með eggvopni í Breiðholti. Þá var par handtekið í Grafarvogi vegna gruns um ræktun fíkniefna og voru þau vistuð í fangageymslu. Plöntur og tæki voru gerð upptæk af lögreglu.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun á tíunda tímanum í gærkvöldi en maður var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina með fulla innkaupakerru af vörum að andvirði um 120 þúsund króna.

Þá komu upp sex tilfelli í gærkvöldi og í nótt af því að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra ökumanna var einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, hann sinnti ekki merkjagjöf lögreglu, eftirför, brot á vopnalögum og fleira. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Þá var einn stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Hann ók á 119 km/klst. á Reykjanesbrautinni en þar er leyfilegur hraði 80 km/klst. Þá var einn stöðvaður eftir að hafa ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×