Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, fór yfir stöðu mála með tilliti til Covid-19 hér á landi. Gestir fundarins voru Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, Pálmar Ragnarsson, þjálfari og fyrirlesari, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Á fundinum voru áhrif tilslakana á takmörkunum, frá og með mánudeginum 4. maí, á íþróttastarfið í landinu rædd
Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi. Hægt er að horfa á fundinn og skoða textalýsingu hér að neðan.