KR-ingar hafa endurheimt hinn efnilega körfuboltamann Veigar Áka Hlynsson eftir eins árs dvöl hans í Keflavík.
Veigar Áki, sem er fæddur árið 2001, lék upp alla yngri flokkana með KR en reyndi fyrir sér í Keflavík í vetur þar sem hann lék undir stjórn síns gamla þjálfara, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar. Hann lék að meðaltali átta mínútur í Domino‘s-deildinni, skoraði 1,4 stig og gaf 1 stoðsendingu.
Veigar Áki, sem hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, á eftir eitt ár í unglingaflokki. Hér að neðan má sjá viðtal við hann af heimasíðu KR-inga.