Sjúkraliðanám - það er málið! Sandra B. Franks skrifar 2. maí 2020 16:30 Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi. Það er mjög góður grunnur fyrir þá sem stefna á frekara nám, enkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mikil atvinnutækifæri Sjúkraliðanám er kennt í tíu fjölbrautarskólum víðsvegar um landið. Um 90 - 100 nemendur eru brautskráðir árlega. Námið tekur þrjú ár og lýkur með prófi af sjúkraliðabraut. Landlæknir gefur út leyfisbréf sem veitir brautskráðum heimild til að starfa við fagið. Íslenskur sjúkraliði hefur jafnframt réttindi til að starfa á Norðurlöndum langi fólk til að spreyta sig utan landsteina. Sjúkraliðar eru ómissandi grunnstétt í heilbrigðiskerfinu og erftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru því bæði miklir og óháðir búsetu. Helstu vinnustaðir sjúkraliða eru sjúkrahús, hjúkrunarheimili, heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir auk þess sem sjúkraliðar eru leiðandi starfsmenn í heimahjúkrun. Hress og frísklegur hópur Starf sjúkraliðans felur í sér eftirlit og umönnun einstaklinga og fjölskyldna sem eru á heilbrigðisstofnunum eða á heimilum. Starfið er gríðarlega fjölbreytt, allt frá því að veita stuðning og hvatningu við athafnir daglegs lífs, yfir í að hjúkra mikið veikum einstaklingum á sérhæfðum deildum. Sjúkraliðar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu um hjúkrun og meðferð, eiga samskipti við ólíka einstaklinga undir ýmsum kringumstæðum og þjálfast í að meta líkamlegt, andlegt og félagslegt ástand einstaklinga og fjölskyldna í samráði við hjúkrunarfræðinga, lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Góðir möguleikar eru á framgangi í starfi og um leið hærri launum. Starfsumhverfi þeirra býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. Nýgerðir kjarasamningar náðu þeim sögulega áfanga að stytta vinnuvikuna og tryggja að álagsgreiðslur og vinnutími taka mið af vaktabyrði. Sjúkraliðar eru yfirleitt hress og frísklegur hópur og starfsandinn er góður. Tíminn er núna - slástu með! Í sjúkraliðanáminu er áhersla lögð á hjúkrun og heilbrigðistengdar greinar þar sem nemendur taka fyrst og fremst áfanga í hjúkrun, bæði bóklega og verklega. Varðandi aðra heilbrigðistengda áfanga er kennd undirstaða í líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, samskiptum, siðfræði, sýklafræði og sálfræði. Verkleg þjálfun er stór þáttur í náminu og fer fram á heilbrigðisstofnunum undir handleiðslu reynds sjúkraliða og hjúkrunarkennara frá viðkomandi skóla. Eftir sjúkraliðanám halda fjölmargir áfram í frekara nám. Sérstök ástæða er til að undirstrika að í síðustu kjarasamningum náðist fram langþráð baráttumál sjúkraliða um nýja námsleið sem felst í viðbótarmenntun á fagháskólastigi sem taka má á tveimur árum samhliða vinnu. Þar skapast einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla sjúkraliða. Vorið er góður tími til að taka ákvörðun um næstu skref í lífinu. Ungt fólk sem langar til að starfa í heilbrigðisgeiranum ætti að kynna sér sjúkraliðanámið - og slást í hópinn strax í haust. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun