Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 19:59 Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí. Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí.
Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira