Þetta er átjánda árið á atvinnumannaferli LeBron James en hann byrjaði að spila með Cleveland Cavaliers árið 2003.
Hann fagnaði því með 26 stigum, ellefu fráköstum og tíu stoðsendingum en stigahæstur í liði meistaranna var þá Anthony Davis. Hann gerði 34 stig.
First of Year 18 pic.twitter.com/fsAGfOkaMC
— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 2, 2021
Luka Doncic fór fyrir liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Miami, 93-83, en Slóveninn skoraði 27 stig, tók fimmtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann heldur því uppteknum hætti frá síðustu leiktíð.
Detroit Pistons og Washington Wizards unnu loksins sína fyrstu leiki í nótt. Washington unnu 130-109 sigur á Minnesota en Detroit marði Boston, 96-93.
Damian Lillard gerði 34 stig og gaf átta stoðsendingar er Portland vann stórsigur á Golden State, 123-98. Stephen Curry gerði 26 stig fyrir Warriors auk þess að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar.
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 93-108
Dallas Mavericks - Miami Heat 93-83
Detroit Pistons - Boston Celtics 96-93
Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 96-114
Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 126-96
Minnesota Timberwolves - Washington Wizzard 109-130
San Antonio Spurs - Los Angeles Lakers 103-109
Denver Nuggets - Phoenix Suns 103-106
Utah Jazz - Los Angeles Clippers 106-100
Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 98-123