Körfubolti

Fjar­vera Hard­en skipti ekki máli gegn Sacra­mento | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Harden var hress á bekknum í nótt og studdi sína menn.
James Harden var hress á bekknum í nótt og studdi sína menn. Carmen Mandato/Getty Images

Sex leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt. Philadelphia 76ers byrjar tímabilið vel en þeir unnu þriðja leikinn í röð í nótt.

Houston vann sinn annan sigur í fyrstu fjórum leikjunum í nótt er þeir unnu átta stiga sigur á Sacramento King, 102-94.

James Harden var ekki með Houston vegna meiðsla á ökkla en það kom ekki að sök. John Wall var stigahæstur Houston með 28 stig en De’Aaron Fox gerði 23 stig fyrir Sacramento.

Stigahæsti leikmaður næturinnar var hins vegar Malcolm Brogdon. Hann gerði 33 stig er Indiana tapaði með fjórum stigum gegn New York Knicks, 106-102.

Öll úrslit næturinnar sem og helstu tilþrif má sjá hér að neðan.

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers - New York Knicks 102-106

Orlando Magic - Oklahoma City Thunder 99-108

Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 127-112

Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 91-96

New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 120-116

Houston Rockets - Sacramento Kings 102-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×