Sveindís Jane á lista UEFA yfir 10 efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. janúar 2021 22:45 Sveindís Jane Jónsdóttir vísir/vilhelm Framtíðin virðist björt í íslenskri knattspyrnu. Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær var Ísak Bergmann Jóhannesson einn 50 leikmanna á lista Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA yfir þá leikmenn sem fótboltaunnendur ættu að fylgjast vel með árið 2021. Í dag var svo sams konar listi birtur yfir ungar knattspyrnukonur en sá listi taldi tíu leikmenn sem spila í Evrópu og ein þeirra er Sveindís Jane Jónsdóttir. Hana þarf ekki að kynna fyrir íslensku knattspyrnuáhugafólki en hún sló í gegn í Pepsi Max deildinni síðasta sumar þegar hún lék sem lánsmaður hjá Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Í usmögn UEFA um Sveindísi segir. Rosalega spennandi framherji sem byrjaði að spila í næstefstu deild á Íslandi fyrir Keflavík þegar hún var fjórtán ára. Á sínu fyrsta heila tímabili árið 2016 skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Eftir að hún gekk til liðs við Breiðablik varð hún markahæst í efstu deild og valin leikmaður ársins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þessi árangur skilaði henni frumraun með A-landsliði Íslands gegn Lettlandi í september þar sem hún skoraði náttúrulega eftir átta mínútur og bætti síðar öðru marki við. Nokkrum dögum síðar lagði hún upp mark með löngu innkasti í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð sem reyndist mikilvægt fyrir Ísland til að tryggja sig á EM 2022. Í lok árs var hún keypt til Wolfsburg og lánuð til eins árs til Kristianstad þar sem hún mun leika með sænska liðinu í Meistaradeild Evrópu. Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00 Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. 29. desember 2020 13:00
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18