Messi kemst ekki lengur í heimsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 14:30 Lionel Messi er á hraðri niðurleið ef marka mál val L'Equipe. Getty/Burak Akbulut Það er ekki langt síðan að Lionel Messi hefði verið fyrsta nafnið á blað við val á heimsliðinu í fótbolta en núna er staðan önnur hjá þessum 33 ára gamla leikmanni. Síðasta ár var ekki alveg nógu gott fyrir Lionel Messi sem vann ekki einn titil á árinu og reyndi síðan að komast frá Barcelona í sumar. Messi skoraði engu að síðustu 31 mark í öllum keppnum á síðasta tímabili. Það hjálpar honum þó ekki að komast í heimslið franska stórblaðsins L'Equipe. L'Equipe hefur nú opinberað heimslið sitt fyrir árið 2020 og þar eru kappar eins og Cristiano Ronaldo, Kevin De Bruyne og Neymar en aftur á móti enginn Lionel Messi. Cristiano Ronaldo Sergio Ramos Lionel Messi The French newspaper have released their 'World 2020 XI' and the Argentine legend has NOT made the cut https://t.co/BaRmNsBv9x— SPORTbible (@sportbible) January 4, 2021 Fremstu menn heimsliðsins eru þeir Robert Lewandowski og Cristiano Ronaldo en Lewandowski átti magnað ár, bæði hvað varðar engin tölfræði en líka talið í öllum titlunum sem Bayern München vann. Eftir titlalaust síðasta tímabil hefur Barcelona liðið heldur ekki byrjað vel á þessu tímabili. Þrátt fyrir sigur um helgina þá er liðið aðeins í fimmta sæti spænsku deildarinnar með bara átta sigra í átján leikjum. Messi hefur skorað sjö mörk í spænsku deildinni á þessari leiktíð og er tveimur mörkum á eftir markahæstu mörnnum. Á síðasta tímabili var Messi aftur á móti bæði markahæstur og stoðsendingahæstur. Messi skoraði þá 25 mörk eða fjórum mörkum meira en Karim Benzema. Hann gaf einnig 21 stoðsendingu eða tíu fleiri en næsti maður sem var Mikel Oyarzabal hjá Real Sociedad. 20+20 tímabil í einni af bestu deildum Evrópu skilaði honum þó ekki í heimsliðið. Þrír leikmenn Liverpool liðsins komast í heimsliðið en það eru þeir Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Thiago en sá síðastnefndi spilaði nær alla leiki sína á síðasta ári með liði Bayern. Heimslið L'Equipe 2020: Manuel Neuer Alphonso Davies Sergio Ramos Virgil van Dijk Trent Alexander-Arnold Thiago Joshua Kimmich Neymar Kevin De Bruyne Robert Lewandowski Cristiano Ronaldo Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Sjá meira
Síðasta ár var ekki alveg nógu gott fyrir Lionel Messi sem vann ekki einn titil á árinu og reyndi síðan að komast frá Barcelona í sumar. Messi skoraði engu að síðustu 31 mark í öllum keppnum á síðasta tímabili. Það hjálpar honum þó ekki að komast í heimslið franska stórblaðsins L'Equipe. L'Equipe hefur nú opinberað heimslið sitt fyrir árið 2020 og þar eru kappar eins og Cristiano Ronaldo, Kevin De Bruyne og Neymar en aftur á móti enginn Lionel Messi. Cristiano Ronaldo Sergio Ramos Lionel Messi The French newspaper have released their 'World 2020 XI' and the Argentine legend has NOT made the cut https://t.co/BaRmNsBv9x— SPORTbible (@sportbible) January 4, 2021 Fremstu menn heimsliðsins eru þeir Robert Lewandowski og Cristiano Ronaldo en Lewandowski átti magnað ár, bæði hvað varðar engin tölfræði en líka talið í öllum titlunum sem Bayern München vann. Eftir titlalaust síðasta tímabil hefur Barcelona liðið heldur ekki byrjað vel á þessu tímabili. Þrátt fyrir sigur um helgina þá er liðið aðeins í fimmta sæti spænsku deildarinnar með bara átta sigra í átján leikjum. Messi hefur skorað sjö mörk í spænsku deildinni á þessari leiktíð og er tveimur mörkum á eftir markahæstu mörnnum. Á síðasta tímabili var Messi aftur á móti bæði markahæstur og stoðsendingahæstur. Messi skoraði þá 25 mörk eða fjórum mörkum meira en Karim Benzema. Hann gaf einnig 21 stoðsendingu eða tíu fleiri en næsti maður sem var Mikel Oyarzabal hjá Real Sociedad. 20+20 tímabil í einni af bestu deildum Evrópu skilaði honum þó ekki í heimsliðið. Þrír leikmenn Liverpool liðsins komast í heimsliðið en það eru þeir Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Thiago en sá síðastnefndi spilaði nær alla leiki sína á síðasta ári með liði Bayern. Heimslið L'Equipe 2020: Manuel Neuer Alphonso Davies Sergio Ramos Virgil van Dijk Trent Alexander-Arnold Thiago Joshua Kimmich Neymar Kevin De Bruyne Robert Lewandowski Cristiano Ronaldo
Heimslið L'Equipe 2020: Manuel Neuer Alphonso Davies Sergio Ramos Virgil van Dijk Trent Alexander-Arnold Thiago Joshua Kimmich Neymar Kevin De Bruyne Robert Lewandowski Cristiano Ronaldo
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Sjá meira