Mette grípur í handbremsuna og herðir aðgerðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:57 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AP Dönsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar en nú mega að hámarki fimm koma saman. Tveggja metra fjarlægðarreglan verður þá í gildi í stað eins metra reglunnar. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið virkjað. „Vertu heima hjá þér. Ekki hitta neinn annan en þú býrð með,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu og beindi máli sínu til landsmanna. Hún útskýrði að grípa þyrfti til aðgerðanna vegna nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem gjarnan er kennt við Bretland en vísindamenn segja að hún smiti 50-70 prósent meira en önnur afbrigði. „Ef við grípum ekki í taumana munu fleiri deyja og heilbrigðiskerfið okkar mun kikna undan álagi.“ Mette sagði líka að til greina kæmi að setja á ferðatakmarkanir á komur frá fleiri löndum en Bretlandi, til dæmis Suður-Afríku þar sem einnig hefur greinst hættuleg stökkbreyting. Hægt er að fylgjast með vendingunum í Danmörku á vef DR. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, tók við og sagði að það væri ekki lengur spurning um hvort breska afbrigðið næði fótfestu í Danmörku heldur hvenær. Hann sagði að hann vildi forða því með öllu að ástandið yrði jafn slæmt og það er á Bretlandi og nefndi máli sínu til stuðnings ljósmyndir frá Bretlandi þar sem sjá má sjúkrabíla í biðröð við sjúkrahúsin. „Vonandi munu nýju takmarkanirnar tryggja að slíkt muni ekki eiga sér stað hér í Danmörku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29 Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
„Vertu heima hjá þér. Ekki hitta neinn annan en þú býrð með,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu og beindi máli sínu til landsmanna. Hún útskýrði að grípa þyrfti til aðgerðanna vegna nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem gjarnan er kennt við Bretland en vísindamenn segja að hún smiti 50-70 prósent meira en önnur afbrigði. „Ef við grípum ekki í taumana munu fleiri deyja og heilbrigðiskerfið okkar mun kikna undan álagi.“ Mette sagði líka að til greina kæmi að setja á ferðatakmarkanir á komur frá fleiri löndum en Bretlandi, til dæmis Suður-Afríku þar sem einnig hefur greinst hættuleg stökkbreyting. Hægt er að fylgjast með vendingunum í Danmörku á vef DR. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, tók við og sagði að það væri ekki lengur spurning um hvort breska afbrigðið næði fótfestu í Danmörku heldur hvenær. Hann sagði að hann vildi forða því með öllu að ástandið yrði jafn slæmt og það er á Bretlandi og nefndi máli sínu til stuðnings ljósmyndir frá Bretlandi þar sem sjá má sjúkrabíla í biðröð við sjúkrahúsin. „Vonandi munu nýju takmarkanirnar tryggja að slíkt muni ekki eiga sér stað hér í Danmörku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29 Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. 29. desember 2020 19:29
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
Breska afbrigðið virðist bindast frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi í haust er með fleiri stökkbreytingar en búast mætti við miðað við þann tíma sem liðinn er frá því að veiran kom fyrst fram. Þá virðast bæði smithæfni og smitstuðull afbrigðisins vera meiri en hjá öðrum stofnum veirunnar. 5. janúar 2021 12:15