Stefán Rafn: Er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 5. janúar 2021 18:30 Stefán Rafn Sigrumannsson ræddi meiðslin og framtíðina en hann hefur lengi verið fastamaður í íslenska landsliðinu. vísir/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vera búinn að fá ógeð af meiðslunum sem hafa plagað hann síðustu ár og að hann sé nú kominn heim til að ná sér hundrað prósent heilum á nýjan leik. Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Stefán Rafn hefði rift samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi þar sem hann varð deildarmeistari árið 2017 og bikarmeistari árið 2019. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ég er búinn að vera glíma við vandamál undir löppinni. Þetta er búið að versna með árunum og núna er kominn sá tímapunktur að ég þarf að vinna í mínum meiðslum og það þarf að ná þessu á rétt ról,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Þetta var besta lendingin og sú sem ég sóttist eftir. É er mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn og ég geti komið hérna heim og hitt þá sjúkraþjálfara og lækna sem ég treysti. Ég fór í litla aðgerð hjá Brynjólfi og er núna búinn að vera með Ella sjúkraþjálfara og vinna í þessu. Ég er nokkuð jákvæður. Ég er byrjaður að hlaupa rólega svo það er jákvætt eftir svona langan tíma.“ Stefán Rafn er án félags.https://t.co/L60Saccouq— Sportið á Vísi (@VisirSport) January 5, 2021 Stefán Rafn hafði gert góða hluti í Ungverjalandi áður en kom að meiðslunum sem nú hafa haldið honum frá handboltavellinum í þó nokkurn tíma. „Þetta er allt mjög svekkjandi. Ef maður pælir of mikið í þessu þá verður maður þungur. Maður þarf að horfa fram á veginn og koma löppinni í stand. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo sjáum við til með framhaldið en þetta er verst fyrir hausinn og þá sem eru í kringum mann. Maður er ekki sá glaðasti.“ „Það gekk mjög vel. Svo kemur þetta og þetta fylgir íþróttunum, því miður. Við erum ekki búin að finna lausn á þessu núna í langan tíma þannig að þetta er bara það besta í stöðunni að koma heim og nota tímann vel að jafna mig með bestu sjúkraþjálfurum í heimi. Ég er mjög glaður með það.“ Hafnfirðingurinn segir að það sé virkilega skemmtilegt að spila í Ungverjalandi. Fólkið sé blóðheitt og skemmtilegt en það sé einnig einhverjir hluti sem þurfi að gera betur. „Það er mjög skemmtilegt að spila þarna og skemmtilegustu hallirnar fyrir COVID. Þeir eru blóðheitir og umhverfið frábært. Handboltinn er á heimsmælikvarða en það vantar upp á suma hluti líka.“ Spili Stefán á Íslandi er það aðeins eitt lið sem kemur til greina; Haukar. „Þetta er félagið mitt og það er ekkert annað félag sem kemur til greina. Ég elska rauða litinn en við verðum að sjá til. Númer eitt, tvö og þrjú er að koma löppinni í stand. Ég er gjörsamlega kominn með ógeð af þessu þannig að ég ætla að taka eitt skref í einu og reyna að vanda mig í uppbyggingunni. Ég ætla koma löppinni í stand, áður en ég geri eitthvað annað,“ sagði Stefán Rafn að lokum. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn
Handbolti Sportpakkinn Tengdar fréttir Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Stefán Rafn farinn frá Pick Szeged Samningi handboltamannsins Stefáns Rafns Sigurmannssonar við ungverska liðið Pick Szeged hefur verið rift. 5. janúar 2021 14:51