Sex ára drengur hryggbrotnaði eftir fall úr leikkastala Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 19:22 Sonur Hrannar datt aftur fyrir sig úr efri turni kastalans og niður á neðri þríhyrninginn sem sjá má á myndinni. Facebook Hrönn Óskarsdóttir, móðir sex ára drengs sem brotnaði á hryggjarlið þegar hann féll úr kastala á skólalóð Snælandsskóla, segist hafa talið leiktæki á skólalóðum öruggari en raun ber vitni. Leiktækið sem um ræðir væri líklega óleyfilegt samkvæmt evrópskum stöðlum ef það væri ekki selt í einu lagi. Í færslu á Facebook-síðu sinni lýsir Hrönn því þegar hún fékk símtal eftir að sonur hennar datt aftur fyrir sig úr leikkastalanum á skólalóðinni í byrjun nóvember. Hann hafi ekki getað hreyft fæturna og sjúkrabíll kallaður út. „Þvílíkt áfall! Hryggjaliður brotinn en hann fékk til allrar hamingju máttinn aftur í lappirnar og hleypur um í dag og vonandi jafnar hann sig að fullu,“ skrifar Hrönn. Í samtali við Vísi bætir hún því við að læknar geri ráð fyrir að hann nái fullum bata, en tíminn komi þó til með að leiða það endanlega í ljós. Hún segir að sér hafi verið brugðið þegar hún fór og skoðaði kastalann sem sonur hennar datt úr. Fallhæðin úr honum hafi verið þrír metrar frá jörðu, sem samkvæmt stöðlum sé leyfilegt ef undirlagið er gúmmímotta. Eitt tæki en ekki tvö og er þess vegna leyfilegt Patrik sonur hennar datt hins vegar ekki á jörðina, heldur á annan hluta leiktækisins, þríhyrning sem stendur út úr öðru mannvirki. Á þríhyrningnum er að finna klifurgrip, líkt og á klifurveggjum. Patrik lenti með bakið á einu slíku gripi og brotnaði þess vegna í baki. „Samkvæmt stöðlum er mjög strangt að það þarf að vera ákveðin fjarlægð á milli leiktækja svo börn geti ekki dottið af einu leiktæki á annað. Við höfum því verið að reyna að fá þetta tæki dæmt ólöglegt til að koma í veg fyrir að önnur börn slasi sig í svona leiktæki. Í dag kom niðurstaða, þessar reglur um fallfjarlægð á milli leiktækja gilda ekki ef um sama leiktæki er að ræða. Börn mega semsagt detta og slasa sig lífshættulega í sama leiktækinu en ekki tveimur aðskildum,“ skrifar Hrönn. Hún hvetur foreldra þá til þess að skoða leiktækin í sínu nærumhverfi, þar sem hún viti að víða séu leiktæki sambærileg því sem sonur hennar féll úr. Hrönn segir að leiktækið væri að öllum líkindum ekki leyfilegt, nema af því það er selt í einu lagi.Facebook Slysagildra keypt inn í góðri trú Í samtali við Vísi segist Hrönn telja að bæjarfélög og skólastjórnendur kaupi og láti setja leiktækin upp í góðri trú. Hins vegar sýni málið að leiktækin geti verið verulega hættuleg, þrátt fyrir að uppfylla alla staðla. „Þetta er klárlega mikil slysagildra, þessi kastali. Í fyrsta lagi virðast leiktæki flest vera tekin út á sumrin og vorin, en flestir krakkar leika í leiktækjunum þegar þau eru blaut og frosin. Þannig að undirlagið undir þessum kastala, sem er örugglega eins og á mörgum öðrum stöðum, það er ekki í lagi. Þar er gervigras sem frýs, þannig það er ekki að veita þá fallvörn sem það á að veita,“ segir Hrönn. Hún segir að fallpróf hafi verið gert á tækinu í kjölfar slyssins. Það hafi leitt í ljós að undirlagið væri hart í frosti, þar sem vatn kæmist undir gervigrasið. Vatnið frysi og gerði undirlagið grjóthart. Kastalinn sé því allt of hár miðað við þá fallvörn sem undirlagið veitir í frosti. Rauða merkingin á myndinni sýnir hvaðan drengurinn datt á neðri þríhyrning lægri turnsins.Facebook „Okkar að láta orðið berast“ Eins og áður kom fram er um eitt og sama tækið að ræða, það er að segja allar einingar þess eru seldar saman. Hrönn bendir á að ef mannvirkin tvö sem sonur hennar datt á milli væru seld sem tvö mismunandi tæki teldust þau standa of nálægt hvort öðru, þar sem staðlar gera ráð fyrir að ekki eigi að vera hægt að detta úr einu leiktæki á annað. „Það sem kemur úr þessum úrskurði frá einhverju staðlaráði í Evrópu er að það væri engin reglugerð sem bannar það að þú dettir á sama leiktækið.“ Vegna þeirrar niðurstöðu er ekki hægt að gera framleiðanda tækisins að kalla það inn og láta kaupendur vita af hættunni sem því fylgir. „En núna er það bara okkar að láta orðið berast. Að leiktæki á Íslandi eru kannski ekki jafn örugg og við höfum haldið hingað til,“ segir Hrönn. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Kópavogur Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar mennta- og barnamálaráðherra Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu sinni lýsir Hrönn því þegar hún fékk símtal eftir að sonur hennar datt aftur fyrir sig úr leikkastalanum á skólalóðinni í byrjun nóvember. Hann hafi ekki getað hreyft fæturna og sjúkrabíll kallaður út. „Þvílíkt áfall! Hryggjaliður brotinn en hann fékk til allrar hamingju máttinn aftur í lappirnar og hleypur um í dag og vonandi jafnar hann sig að fullu,“ skrifar Hrönn. Í samtali við Vísi bætir hún því við að læknar geri ráð fyrir að hann nái fullum bata, en tíminn komi þó til með að leiða það endanlega í ljós. Hún segir að sér hafi verið brugðið þegar hún fór og skoðaði kastalann sem sonur hennar datt úr. Fallhæðin úr honum hafi verið þrír metrar frá jörðu, sem samkvæmt stöðlum sé leyfilegt ef undirlagið er gúmmímotta. Eitt tæki en ekki tvö og er þess vegna leyfilegt Patrik sonur hennar datt hins vegar ekki á jörðina, heldur á annan hluta leiktækisins, þríhyrning sem stendur út úr öðru mannvirki. Á þríhyrningnum er að finna klifurgrip, líkt og á klifurveggjum. Patrik lenti með bakið á einu slíku gripi og brotnaði þess vegna í baki. „Samkvæmt stöðlum er mjög strangt að það þarf að vera ákveðin fjarlægð á milli leiktækja svo börn geti ekki dottið af einu leiktæki á annað. Við höfum því verið að reyna að fá þetta tæki dæmt ólöglegt til að koma í veg fyrir að önnur börn slasi sig í svona leiktæki. Í dag kom niðurstaða, þessar reglur um fallfjarlægð á milli leiktækja gilda ekki ef um sama leiktæki er að ræða. Börn mega semsagt detta og slasa sig lífshættulega í sama leiktækinu en ekki tveimur aðskildum,“ skrifar Hrönn. Hún hvetur foreldra þá til þess að skoða leiktækin í sínu nærumhverfi, þar sem hún viti að víða séu leiktæki sambærileg því sem sonur hennar féll úr. Hrönn segir að leiktækið væri að öllum líkindum ekki leyfilegt, nema af því það er selt í einu lagi.Facebook Slysagildra keypt inn í góðri trú Í samtali við Vísi segist Hrönn telja að bæjarfélög og skólastjórnendur kaupi og láti setja leiktækin upp í góðri trú. Hins vegar sýni málið að leiktækin geti verið verulega hættuleg, þrátt fyrir að uppfylla alla staðla. „Þetta er klárlega mikil slysagildra, þessi kastali. Í fyrsta lagi virðast leiktæki flest vera tekin út á sumrin og vorin, en flestir krakkar leika í leiktækjunum þegar þau eru blaut og frosin. Þannig að undirlagið undir þessum kastala, sem er örugglega eins og á mörgum öðrum stöðum, það er ekki í lagi. Þar er gervigras sem frýs, þannig það er ekki að veita þá fallvörn sem það á að veita,“ segir Hrönn. Hún segir að fallpróf hafi verið gert á tækinu í kjölfar slyssins. Það hafi leitt í ljós að undirlagið væri hart í frosti, þar sem vatn kæmist undir gervigrasið. Vatnið frysi og gerði undirlagið grjóthart. Kastalinn sé því allt of hár miðað við þá fallvörn sem undirlagið veitir í frosti. Rauða merkingin á myndinni sýnir hvaðan drengurinn datt á neðri þríhyrning lægri turnsins.Facebook „Okkar að láta orðið berast“ Eins og áður kom fram er um eitt og sama tækið að ræða, það er að segja allar einingar þess eru seldar saman. Hrönn bendir á að ef mannvirkin tvö sem sonur hennar datt á milli væru seld sem tvö mismunandi tæki teldust þau standa of nálægt hvort öðru, þar sem staðlar gera ráð fyrir að ekki eigi að vera hægt að detta úr einu leiktæki á annað. „Það sem kemur úr þessum úrskurði frá einhverju staðlaráði í Evrópu er að það væri engin reglugerð sem bannar það að þú dettir á sama leiktækið.“ Vegna þeirrar niðurstöðu er ekki hægt að gera framleiðanda tækisins að kalla það inn og láta kaupendur vita af hættunni sem því fylgir. „En núna er það bara okkar að láta orðið berast. Að leiktæki á Íslandi eru kannski ekki jafn örugg og við höfum haldið hingað til,“ segir Hrönn.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Kópavogur Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar mennta- og barnamálaráðherra Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sjá meira