Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:30 Gunnar er einn af þeim fjölmörgu sem upplifa tengslarof í foreldrahlutverkinu. Hann segir að það hefði verið fínt að vita áður að þetta gæti gerst. Líf dafnar „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta. Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta.
Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira