Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2021 18:45 Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið og braut meðal annars glugga á húsinu. Getty/Mostafa Bassim Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“ Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“
Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57
Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48