Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2021 10:30 Joel Embiid og Nikola Jokic leiða saman hesta sína í kvöld. getty/Mitchell Leff Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji. Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira