Kominn tími á það að Baltimore Ravens standist stóra prófið í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2021 12:30 Lamar Jackson og félagar í liði Baltimore Ravens lentu í vandræðum um mitt tímabil en koma inn í úrslitakeppnina á miklu skriði. Getty/Patrick Smith Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í gær með þremur leikjum og það verða þrír spennandi leikir til viðbótar í dag. Augu margra verða á liðinu sem hefur spilað vel í deildarkeppninni en illa í úrslitakeppninni undanfarin ár. Baltimore Ravens liðið þarf af svara fyrir skell í úrslitakeppninni í fyrra og fær einmitt að byrja úrslitakeppnina í ár á móti sama liði. Hér erum við að tala um fyrsta leik dagsins á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en seinna í dag mætast fyrst New Orleans Saints og Chicago Bears en svo endar helgin á leik Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Derrick Henry rushed for 446 yards in last year s playoffs, propelling the Titans to upsets over the Ravens and Patriots. A similar performance this year could vault the Titans into the Super Bowl and Henry onto a short list of all-time legends. https://t.co/p172V3nW7f— NYT Sports (@NYTSports) January 6, 2021 Baltimore Ravens hefur verið með eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar undanfarin tvö ár og höfðu unnið sinn riðil bæði 2018 og 2019. Liðið hefur aftur á móti ekki unnið leik í úrslitakeppninni í sex ár. Liðið og leikstjórnandinn Lamar Jackson áttu magnað tímabil í fyrra þegar liðið vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum og Jackson var kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Stórtapið óvænta á móti Tennessee Titans, 28-12, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni var því mikið áfall og um leið áfellisdómur yfir liði sem hafði ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan í janúar 2015. watch on YouTube Lykilatriðið hjá Baltimore Ravens verður að stöðva hlauparann Derrick Henry í liði Tennessee Titans. Derrick Henry endaði deildarkeppnina á því að komast í tvö þúsund jarda hópinn en í úrslitakeppninni í fyrra þá hljóp hann hreinlega yfir Ravens liðið í fyrrnefndum stórsigri. Derrick Henry er þegar búinn að minna Ravens-liðið á sig því hann skoraði sigursnertimarkið í framlengdum leik liðanna fyrr á tímabilinu. Baltimore Ravens lenti í smá vandræðum um mitt tímabil ekki síst í kringum hópsmit hjá liðinu. Leikmenn hafa nú komist yfir kórónuveiruna að mestu og mæta inn í úrslitakeppnina á fimm leikja sigurgöngu. Fyrsti leikur dagsins er á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Liðin unnu bæði ellefu leiki í deildarkeppninni en Tennessee Titans fær heimavöllinn af því að liðið vann sinn riðil eftir harða keppni við Indianapolis Colts. Annar leikur dagsins er á milli New Orleans Saints og Chicago Bears en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er nýkominn til baka eftir meiðsli og þá er stórstjarnan Alvin Kamara að glíma við kórónuveiruna. Kamara mun reyna að spila en hefur ekkert verið nálægt liðinu í tíu daga. Flestir búast þó við sigri Saints enda hefur Chicago Bears liðið meðal annars tapað sex leikjum í röð á leiktíðinni og þá tapaði Chicago 16-35 í lokaumferðinni. Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport. Þetta verður þriðji leikur liðanna á leiktíðinni. Steelers vann öruggan heimasigur í október, 38-7, en Cleveland Browns tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 24-22 sigri í leik liðanna um síðustu helgi. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Augu margra verða á liðinu sem hefur spilað vel í deildarkeppninni en illa í úrslitakeppninni undanfarin ár. Baltimore Ravens liðið þarf af svara fyrir skell í úrslitakeppninni í fyrra og fær einmitt að byrja úrslitakeppnina í ár á móti sama liði. Hér erum við að tala um fyrsta leik dagsins á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en seinna í dag mætast fyrst New Orleans Saints og Chicago Bears en svo endar helgin á leik Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Derrick Henry rushed for 446 yards in last year s playoffs, propelling the Titans to upsets over the Ravens and Patriots. A similar performance this year could vault the Titans into the Super Bowl and Henry onto a short list of all-time legends. https://t.co/p172V3nW7f— NYT Sports (@NYTSports) January 6, 2021 Baltimore Ravens hefur verið með eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar undanfarin tvö ár og höfðu unnið sinn riðil bæði 2018 og 2019. Liðið hefur aftur á móti ekki unnið leik í úrslitakeppninni í sex ár. Liðið og leikstjórnandinn Lamar Jackson áttu magnað tímabil í fyrra þegar liðið vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum og Jackson var kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Stórtapið óvænta á móti Tennessee Titans, 28-12, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni var því mikið áfall og um leið áfellisdómur yfir liði sem hafði ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan í janúar 2015. watch on YouTube Lykilatriðið hjá Baltimore Ravens verður að stöðva hlauparann Derrick Henry í liði Tennessee Titans. Derrick Henry endaði deildarkeppnina á því að komast í tvö þúsund jarda hópinn en í úrslitakeppninni í fyrra þá hljóp hann hreinlega yfir Ravens liðið í fyrrnefndum stórsigri. Derrick Henry er þegar búinn að minna Ravens-liðið á sig því hann skoraði sigursnertimarkið í framlengdum leik liðanna fyrr á tímabilinu. Baltimore Ravens lenti í smá vandræðum um mitt tímabil ekki síst í kringum hópsmit hjá liðinu. Leikmenn hafa nú komist yfir kórónuveiruna að mestu og mæta inn í úrslitakeppnina á fimm leikja sigurgöngu. Fyrsti leikur dagsins er á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Liðin unnu bæði ellefu leiki í deildarkeppninni en Tennessee Titans fær heimavöllinn af því að liðið vann sinn riðil eftir harða keppni við Indianapolis Colts. Annar leikur dagsins er á milli New Orleans Saints og Chicago Bears en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er nýkominn til baka eftir meiðsli og þá er stórstjarnan Alvin Kamara að glíma við kórónuveiruna. Kamara mun reyna að spila en hefur ekkert verið nálægt liðinu í tíu daga. Flestir búast þó við sigri Saints enda hefur Chicago Bears liðið meðal annars tapað sex leikjum í röð á leiktíðinni og þá tapaði Chicago 16-35 í lokaumferðinni. Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport. Þetta verður þriðji leikur liðanna á leiktíðinni. Steelers vann öruggan heimasigur í október, 38-7, en Cleveland Browns tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 24-22 sigri í leik liðanna um síðustu helgi. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira