Kyndlar næstu kynslóðar Jón Þór Ólafsson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Það er stór dagur í dag, bæði fyrir Pírata sem hreyfingu og mig persónulega. Í dag opnar fyrir skráningu í prófkjör Pírata fyrir komandi þingkosningar. Þátttaka í prófkjörinu er kjörið tækifæri fyrir þau sem brenna fyrir auknu frelsi einstaklingsins, því að valdhafar sæti ábyrgð og að almenningur hafi beinni aðkomu að stjórn landsins að láta til sín taka. Ég hvet þau ykkar sem deilið þessari hugsjón okkar Pírata að skrá ykkur til leiks á https://piratar.is/xp/frettir/kosningar/ Ég hvet ykkur því öll sem setjið grunnstefnu Pírata í forgang að bjóða ykkur fram og mun ég aðstoða ykkur af hliðarlínunni. Markmið mitt var alltaf tryggja sjálfbærni Pírata, og í dag er hreyfingin sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er mikill meðbyr með flokknum, grasrótin er öflug, starfsfólkið okkar er afburðahæft, þingflokkurinn hefur aldrei verið samheldnari og þau sem bjóða sig fram aftur kunna til verka. Píratar eru því svo sannarlega sjálfbærir og þar sem ég er ekki lengur nauðsynlegur í framlínuna mun ég aftur leita í friðinn utan þingsins í stað þess að leita endurkjörs. Fyrir þau sem stefna á framboð segi ég að þingstarfið er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mitt hlutverk fyrir Pírata færist í grasrótina við að styðja frambjóðendur meðfram þingstörfunum fram að kosningum og styðja svo nýja þingmenn sem taka sæti fyrir flokkinn eftir kosningar. Eins og nýleg rannsókn Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar sýnir eru þingmenn yfirleitt lengi að læra á starfið, sem er einfaldlega sóun. Sóun á tíma, peningum og starfskröftum. Og umfram allt sóun á tækifærum til að vinna að framgöngu stefnumála Pírata. Það er bara eitt sem ég vill að lokum biðja ykkur um af öllu hjarta. Hlustið eins og ég hef alla þingsetuna hlustað á Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sem benti á þrjú atriði sem félög verða að tryggja til að vera sjálfbær: Að skila árangri, standa við gildin sín og velja hæfa arftaka. Til að Píratar séu áfram sjálfbærir eru þrjú lykilatriði að horfa til við val á frambjóðendum svo þeir geta unnið sem best að framgöngu stefnumála Pírata á Alþingi: 1. Að setja grunnstefnu Pírata í forgang - Flokkar sem fórna grunnstefnunni sinni tapa réttilega ástríðufyllsta fólkinu og kjósendum annað. 2. Að geta náð árangri í þingstarfinu - Árangur í þingstarfinu er grundvöllur þess að stuðla að framgöngu stefnumála flokksins. 3. Að vera nógu ákjósanleg til að ná kjöri - Þetta er stundum kallað kjörþokki, en án þessa þáttar munu færri frambjóðendur ná kjöri til að vinna að grunnstefnunni okkar. Píratar eru kyndilberar borgararéttinda og lýðræðisumbóta á 21 öldinni. Þegar ég fattaði það þá tók ég upp kyndilinn. Ef þú brennur líka fyrir valfrelsi einstaklingsins og velferð allra, bjóddu þig þá fram og gerðu þetta að veruleika með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stór dagur í dag, bæði fyrir Pírata sem hreyfingu og mig persónulega. Í dag opnar fyrir skráningu í prófkjör Pírata fyrir komandi þingkosningar. Þátttaka í prófkjörinu er kjörið tækifæri fyrir þau sem brenna fyrir auknu frelsi einstaklingsins, því að valdhafar sæti ábyrgð og að almenningur hafi beinni aðkomu að stjórn landsins að láta til sín taka. Ég hvet þau ykkar sem deilið þessari hugsjón okkar Pírata að skrá ykkur til leiks á https://piratar.is/xp/frettir/kosningar/ Ég hvet ykkur því öll sem setjið grunnstefnu Pírata í forgang að bjóða ykkur fram og mun ég aðstoða ykkur af hliðarlínunni. Markmið mitt var alltaf tryggja sjálfbærni Pírata, og í dag er hreyfingin sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er mikill meðbyr með flokknum, grasrótin er öflug, starfsfólkið okkar er afburðahæft, þingflokkurinn hefur aldrei verið samheldnari og þau sem bjóða sig fram aftur kunna til verka. Píratar eru því svo sannarlega sjálfbærir og þar sem ég er ekki lengur nauðsynlegur í framlínuna mun ég aftur leita í friðinn utan þingsins í stað þess að leita endurkjörs. Fyrir þau sem stefna á framboð segi ég að þingstarfið er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mitt hlutverk fyrir Pírata færist í grasrótina við að styðja frambjóðendur meðfram þingstörfunum fram að kosningum og styðja svo nýja þingmenn sem taka sæti fyrir flokkinn eftir kosningar. Eins og nýleg rannsókn Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar sýnir eru þingmenn yfirleitt lengi að læra á starfið, sem er einfaldlega sóun. Sóun á tíma, peningum og starfskröftum. Og umfram allt sóun á tækifærum til að vinna að framgöngu stefnumála Pírata. Það er bara eitt sem ég vill að lokum biðja ykkur um af öllu hjarta. Hlustið eins og ég hef alla þingsetuna hlustað á Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sem benti á þrjú atriði sem félög verða að tryggja til að vera sjálfbær: Að skila árangri, standa við gildin sín og velja hæfa arftaka. Til að Píratar séu áfram sjálfbærir eru þrjú lykilatriði að horfa til við val á frambjóðendum svo þeir geta unnið sem best að framgöngu stefnumála Pírata á Alþingi: 1. Að setja grunnstefnu Pírata í forgang - Flokkar sem fórna grunnstefnunni sinni tapa réttilega ástríðufyllsta fólkinu og kjósendum annað. 2. Að geta náð árangri í þingstarfinu - Árangur í þingstarfinu er grundvöllur þess að stuðla að framgöngu stefnumála flokksins. 3. Að vera nógu ákjósanleg til að ná kjöri - Þetta er stundum kallað kjörþokki, en án þessa þáttar munu færri frambjóðendur ná kjöri til að vinna að grunnstefnunni okkar. Píratar eru kyndilberar borgararéttinda og lýðræðisumbóta á 21 öldinni. Þegar ég fattaði það þá tók ég upp kyndilinn. Ef þú brennur líka fyrir valfrelsi einstaklingsins og velferð allra, bjóddu þig þá fram og gerðu þetta að veruleika með okkur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun