Farið í yfir 60 verkefni í aftakaveðri á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 18:33 Björgunarsveitarmenn að störfum á Djúpavogi. Landsbjörg Nær allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs hafa verið kallaðar út á einhverjum tímapunkti í dag vegna óveðurs. Voru verkefnin orðin ríflega 60 talsins á Austurlandi um klukkan 16 í dag. Aftakaveður hefur verið í landshlutanum og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar bárust fyrstu útköll á svæðinu um klukkan 8 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á Austurlandi og höfðu nánast allar sveitirnar svæðinu verið kallaðar út til að sinna verkefnum. Búist er við því að veðrið taki að lægja á Austurlandi eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Klukkan 15 lokaði lögreglan vestanverðum Neskaupsstað fyrir umferð vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Einhver verkefni þurft að bíða „Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið er um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum. Eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu, er segir í tilkynningu. Staðan á Djúpavogi fyrr í dag. Landsbjörg Fór að hægjast um klukkan 14 Á Neskaupstað í Norðfirði hafði björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum á fjórða tímanum í dag frá klukkan 07:56 í morgun. Þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en eftir að Norðfjarðarvegi var lokað fóru að berast fleiri tilkynningar til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju. Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn, að sögn Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55 Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar bárust fyrstu útköll á svæðinu um klukkan 8 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á Austurlandi og höfðu nánast allar sveitirnar svæðinu verið kallaðar út til að sinna verkefnum. Búist er við því að veðrið taki að lægja á Austurlandi eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Klukkan 15 lokaði lögreglan vestanverðum Neskaupsstað fyrir umferð vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Einhver verkefni þurft að bíða „Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið er um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum. Eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu, er segir í tilkynningu. Staðan á Djúpavogi fyrr í dag. Landsbjörg Fór að hægjast um klukkan 14 Á Neskaupstað í Norðfirði hafði björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum á fjórða tímanum í dag frá klukkan 07:56 í morgun. Þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en eftir að Norðfjarðarvegi var lokað fóru að berast fleiri tilkynningar til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju. Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn, að sögn Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55 Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55
Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05
Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57