Mesti samdráttur í losun í Bandaríkjunum frá lokum seinna stríðs Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2021 13:35 Samdrátturinn í losun var mestur í samgöngugeiranum, þar sem hann nam um 15 prósentum milli ára. Getty Losun á gróðurhúsalofttegundum í Bandaríkjunum fór á síðasta ári í fyrsta skipti á síðustu þremur áratugum niður fyrir það magn sem var árið 1990. Loftslagsrannsóknafyrirtækið Rhodium áætlar að samdrátturinn hafi numið um 10 prósent milli ára og þannig verið sá mesti frá lokum seinna stríðs. Samdrátturinn er rakinn til heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hefur, líkt og alls staðar, haft gríðarleg áhrif á bandarískt samfélag. Hægt hefur á öllu efnahagslífi, framleiðslu, ferðalögum, auk þess að stór hluti fólks á vinnumarkaði þurft að vinna að heiman. New York Times segir að samdrátturinn í losun hafi verið mestur í samgöngum, þar sem hann nam um 15 prósentum, en geirinn er enn mjög háður notkun á jarðefnaeldneyti. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þannig mörg á árinu ráðlagt fólki gegn ferðum sem ekki teljast nauðsynlegar og þá hefur flugumferð dregist mikið saman. Þá dróst losun í orkugeiranum einnig mikið saman, sér í lagi vegna samdráttar í notkun kola sem orkugjafa. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum þar sem rúmlega 23 milljónir manna hafa nú smitast, auk þess að um 350 þúsund dauðsföll hafi verið rakin til Covid-19. Sérfræðingar hafa varað við að samdrátturinn í Bandaríkjunum nú skýrist af óvenjulegum aðstæðum, það er heimsfaraldrinum, og að landið eigi langt í land til að ná tökum á gríðarmikilli losun sinni sem stuðlar að loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Aukinn bruni á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti minni losun frá kolabruna í Bandaríkjunum í fyrra. 7. janúar 2020 11:25 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Samdrátturinn er rakinn til heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hefur, líkt og alls staðar, haft gríðarleg áhrif á bandarískt samfélag. Hægt hefur á öllu efnahagslífi, framleiðslu, ferðalögum, auk þess að stór hluti fólks á vinnumarkaði þurft að vinna að heiman. New York Times segir að samdrátturinn í losun hafi verið mestur í samgöngum, þar sem hann nam um 15 prósentum, en geirinn er enn mjög háður notkun á jarðefnaeldneyti. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þannig mörg á árinu ráðlagt fólki gegn ferðum sem ekki teljast nauðsynlegar og þá hefur flugumferð dregist mikið saman. Þá dróst losun í orkugeiranum einnig mikið saman, sér í lagi vegna samdráttar í notkun kola sem orkugjafa. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum þar sem rúmlega 23 milljónir manna hafa nú smitast, auk þess að um 350 þúsund dauðsföll hafi verið rakin til Covid-19. Sérfræðingar hafa varað við að samdrátturinn í Bandaríkjunum nú skýrist af óvenjulegum aðstæðum, það er heimsfaraldrinum, og að landið eigi langt í land til að ná tökum á gríðarmikilli losun sinni sem stuðlar að loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Aukinn bruni á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti minni losun frá kolabruna í Bandaríkjunum í fyrra. 7. janúar 2020 11:25 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Aukinn bruni á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti minni losun frá kolabruna í Bandaríkjunum í fyrra. 7. janúar 2020 11:25
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43