Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 13. janúar 2021 07:14 Liz Cheney er í hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney. Getty Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. Demókratar reyndu í fyrstu að fá Mike Pence varaforseta til að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar og koma Trump þannig frá völdum en Pence lýsti því yfir í gær að það myndi hann ekki gera. Nú stendur því til að ákæra Trump, öðru sinni, fyrir brot í embætti. Í raun þurfa Demókratar ekki á stuðningi Repúblikana í fulltrúadeildinni að halda því þar eru þeir með meirihluta, en svo virðist sem þónokkrir þeirra ætli samt sem áður að slást í hópinn með Demókrötum og samþykkja að ákæra forsetann. Liz Cheney bættist í hópinn í gærkvöldi en hún er hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney, sem er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, hét því að greiða atkvæði með tillögunni um ákæru og segir hún að aldrei áður í sögu landsins hafi forseti brotið eins alvarlega gegn stjórnarskrá landsins og gegn sjálfu forsetaembættinu. Cheney sakar Trump um að bera höfuðábyrgðina á því að ráðist var inn í þinghúsið á dögunum þar sem fimm létu lífið. Tveir aðrir fulltrúadeildarþingmenn, John Katko og Adam Kinzinger, hafa einnig sagst ætla að greiða atkvæði með ákærunni. Trump sjálfur hélt ræðu í gær þar sem hann hafnaði því að bera nokkra ábyrgð á óeirðunum og kallaði tilraunir Demókrata til að koma honum frá völdum nornaveiðar. Verði samþykkt að ákæra forsetann í fulltrúadeildinni mun málið færast til öldungadeildarinnar þar sem réttað verður yfir forsetanum, að því gefnu að það verði samþykkt. Þar eru Repúblikanar nú í meirihluta, en Demókratar ná þar völdum þann 20. janúar næstkomandi. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Demókratar reyndu í fyrstu að fá Mike Pence varaforseta til að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar og koma Trump þannig frá völdum en Pence lýsti því yfir í gær að það myndi hann ekki gera. Nú stendur því til að ákæra Trump, öðru sinni, fyrir brot í embætti. Í raun þurfa Demókratar ekki á stuðningi Repúblikana í fulltrúadeildinni að halda því þar eru þeir með meirihluta, en svo virðist sem þónokkrir þeirra ætli samt sem áður að slást í hópinn með Demókrötum og samþykkja að ákæra forsetann. Liz Cheney bættist í hópinn í gærkvöldi en hún er hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney, sem er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, hét því að greiða atkvæði með tillögunni um ákæru og segir hún að aldrei áður í sögu landsins hafi forseti brotið eins alvarlega gegn stjórnarskrá landsins og gegn sjálfu forsetaembættinu. Cheney sakar Trump um að bera höfuðábyrgðina á því að ráðist var inn í þinghúsið á dögunum þar sem fimm létu lífið. Tveir aðrir fulltrúadeildarþingmenn, John Katko og Adam Kinzinger, hafa einnig sagst ætla að greiða atkvæði með ákærunni. Trump sjálfur hélt ræðu í gær þar sem hann hafnaði því að bera nokkra ábyrgð á óeirðunum og kallaði tilraunir Demókrata til að koma honum frá völdum nornaveiðar. Verði samþykkt að ákæra forsetann í fulltrúadeildinni mun málið færast til öldungadeildarinnar þar sem réttað verður yfir forsetanum, að því gefnu að það verði samþykkt. Þar eru Repúblikanar nú í meirihluta, en Demókratar ná þar völdum þann 20. janúar næstkomandi.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16
Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05