Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 10:39 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. „Við lokuðum deildinni fyrir innlögnum og erum búin að flytja sjúklinginn inn á smitsjúkdómadeild í einangrun. Nú höfum við stofnað til skimunar á öllu starfsfólkinu sem hefur komið að þessum einstaklingi og sjúklingum á deildinni. Niðurstöður þeirrar skimunar sennilega ekki fyrr en um þrjúleytið í dag,“ segir Már í samtali við fréttastofu. Tvö smit hafa komið upp á Landspítalanum í þessari viku; hitt greindist á þriðjudag á hjartadeild en í því tilfelli var smitið gamalt. Aðspurður hvort eitthvað megi leggja út af því að það komi upp tvö smit á spítalanum með svo skömmu millibili segir Már svo ekki vera. „Ekki annað en það að fólk er árvökult og við höfum ákveðnar vinnureglur varðandi flutning til dæmis á milli þjónustustiga í okkar kerfi. Svo er þetta líka klínískt mat, eins og í dæmi þessa einstaklings sem hér um ræðir þá er þetta klínískt mat sem leiðir til þess að þetta er greint. En þetta eru tveir óháðir atburðir og með sitthvoru laginu, þeir eru alls ótengdir og eru í raun ekki neinir palladómar eða neitt dæmi um einhverja vanrækslu eða eitthvað slíkt heldur meira dæmi um árvekni starfsfólksins að greina þetta,“ segir Már. Hann segir að vel hafi gengið að vinna úr smitinu á krabbameinsdeildinni. Viðbrögð við lokun deildar, skimun sjúklinga og starfsfólks hafi verið fumlaus. „Það tekur okkur sólarhring að átta okkur nákvæmlega á stöðu máls. Alveg eins og með hjartadeildina þá lá fyrir á innan við sólarhring hvers kyns var. Við erum með sama viðbragðið á þessari krabbameinsdeild. Hluti fólksins er í sóttkví, þeir sem taldir eru hafa verið útsettir á meðan við bíðum eftir niðurstöðunum og svo munum við taka afstöðu í ljósi þeirra gagna sem berast okkur næstu klukkutímana,“ segir Már. Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær þar sem sjúklingurinn hafði á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við lokuðum deildinni fyrir innlögnum og erum búin að flytja sjúklinginn inn á smitsjúkdómadeild í einangrun. Nú höfum við stofnað til skimunar á öllu starfsfólkinu sem hefur komið að þessum einstaklingi og sjúklingum á deildinni. Niðurstöður þeirrar skimunar sennilega ekki fyrr en um þrjúleytið í dag,“ segir Már í samtali við fréttastofu. Tvö smit hafa komið upp á Landspítalanum í þessari viku; hitt greindist á þriðjudag á hjartadeild en í því tilfelli var smitið gamalt. Aðspurður hvort eitthvað megi leggja út af því að það komi upp tvö smit á spítalanum með svo skömmu millibili segir Már svo ekki vera. „Ekki annað en það að fólk er árvökult og við höfum ákveðnar vinnureglur varðandi flutning til dæmis á milli þjónustustiga í okkar kerfi. Svo er þetta líka klínískt mat, eins og í dæmi þessa einstaklings sem hér um ræðir þá er þetta klínískt mat sem leiðir til þess að þetta er greint. En þetta eru tveir óháðir atburðir og með sitthvoru laginu, þeir eru alls ótengdir og eru í raun ekki neinir palladómar eða neitt dæmi um einhverja vanrækslu eða eitthvað slíkt heldur meira dæmi um árvekni starfsfólksins að greina þetta,“ segir Már. Hann segir að vel hafi gengið að vinna úr smitinu á krabbameinsdeildinni. Viðbrögð við lokun deildar, skimun sjúklinga og starfsfólks hafi verið fumlaus. „Það tekur okkur sólarhring að átta okkur nákvæmlega á stöðu máls. Alveg eins og með hjartadeildina þá lá fyrir á innan við sólarhring hvers kyns var. Við erum með sama viðbragðið á þessari krabbameinsdeild. Hluti fólksins er í sóttkví, þeir sem taldir eru hafa verið útsettir á meðan við bíðum eftir niðurstöðunum og svo munum við taka afstöðu í ljósi þeirra gagna sem berast okkur næstu klukkutímana,“ segir Már. Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær þar sem sjúklingurinn hafði á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira