„Þetta er góð geðveiki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 16:32 Hörður Axel Vilhjálmsson og Logi Gunnarsson eru fyrirliðar Reykjanesbæjarliðanna Keflavíkur og NJarðvíkur. Samsett/Daníel Þór og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir endurræsingu tímabilsins með sérstökum aukaþætti í gærkvöldi og hér má finna alla umræðu þeirra um liðin sex sem Körfuboltakvöldið spáði að yrðu í efri hlutanum. Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira