„Þetta er góð geðveiki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 16:32 Hörður Axel Vilhjálmsson og Logi Gunnarsson eru fyrirliðar Reykjanesbæjarliðanna Keflavíkur og NJarðvíkur. Samsett/Daníel Þór og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir endurræsingu tímabilsins með sérstökum aukaþætti í gærkvöldi og hér má finna alla umræðu þeirra um liðin sex sem Körfuboltakvöldið spáði að yrðu í efri hlutanum. Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira