Hvert er Ferðaklúbburinn 4x4 að stefna? Halldór Kristinsson skrifar 15. janúar 2021 19:01 Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins? Yfirlýst afstaða klúbbsins gegn þjóðgörðum og nú síðast úrsögn úr Landvernd er lýsandi dæmi um vænisýki (e.paranoia) og sleggjudóma sem því miður er allt of algeng í dag í svo mörgum málum. Yfirlýsing klúbbsins, sem undirrituð er af formanni hans, vegna úrsagnar úr Landvernd er til dæmis algerlega órökstudd og ber keim sömu öfga og þeir væna samtökin sjálf um. Þar er fullyrt að: “ Stefna Landverndar undanfarin ár hefur verið öfgakennd og markast af harðlínu sem farið hefur út fyrir svið náttúruverndar..” Það væri afar upplýsandi ef formaðurinn segði okkur hvar og hvenær Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið fyrir barðinu á þessari öfgakenndu stefnu Landverndar. Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4x4, sem fest eru í lög hans, er: “Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands”. Ég sé ekki að úrsögn úr Landvernd og yfirlýst andstaða gegn þjóðgarði á hálendinu samrýmist þessu markmiði. Hvernig hyggst klúbburinn ná þessum markmiðum sínum að stuðla að náttúruvernd? Ef klúbburinn ætlar sér ekki að einangrast og fá á sig ímynd öfga jeppasamtaka gegn náttúruvernd, þarf hann að taka þátt í umræðunni og vera þáttakandi í henni á þann hátt að trúverðugt sé. Ekki með illa ígrunduðum yfirlýsingum sem ganga gegn markmiðum hans. Klúbburinn ætti frekar að koma fram með ábyrgar tillögur og ályktanir sem ræddar hafa verið á félagsfundum og samrýmast markmiðum hans í stað þess að mála sig útí horn og fá á sig ímynd andstæðinga náttúrverndar. Því ég held að þegar öllu er á botninn hvolft séu langflestir félagar klúbbsins í hjarta sínu náttúruverndarfólk og vilja stuðla að því að komandi kynslóðir geti upplifað óspjallaða náttúru landsins eins og við getum ennþá gert í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins? Yfirlýst afstaða klúbbsins gegn þjóðgörðum og nú síðast úrsögn úr Landvernd er lýsandi dæmi um vænisýki (e.paranoia) og sleggjudóma sem því miður er allt of algeng í dag í svo mörgum málum. Yfirlýsing klúbbsins, sem undirrituð er af formanni hans, vegna úrsagnar úr Landvernd er til dæmis algerlega órökstudd og ber keim sömu öfga og þeir væna samtökin sjálf um. Þar er fullyrt að: “ Stefna Landverndar undanfarin ár hefur verið öfgakennd og markast af harðlínu sem farið hefur út fyrir svið náttúruverndar..” Það væri afar upplýsandi ef formaðurinn segði okkur hvar og hvenær Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið fyrir barðinu á þessari öfgakenndu stefnu Landverndar. Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4x4, sem fest eru í lög hans, er: “Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands”. Ég sé ekki að úrsögn úr Landvernd og yfirlýst andstaða gegn þjóðgarði á hálendinu samrýmist þessu markmiði. Hvernig hyggst klúbburinn ná þessum markmiðum sínum að stuðla að náttúruvernd? Ef klúbburinn ætlar sér ekki að einangrast og fá á sig ímynd öfga jeppasamtaka gegn náttúruvernd, þarf hann að taka þátt í umræðunni og vera þáttakandi í henni á þann hátt að trúverðugt sé. Ekki með illa ígrunduðum yfirlýsingum sem ganga gegn markmiðum hans. Klúbburinn ætti frekar að koma fram með ábyrgar tillögur og ályktanir sem ræddar hafa verið á félagsfundum og samrýmast markmiðum hans í stað þess að mála sig útí horn og fá á sig ímynd andstæðinga náttúrverndar. Því ég held að þegar öllu er á botninn hvolft séu langflestir félagar klúbbsins í hjarta sínu náttúruverndarfólk og vilja stuðla að því að komandi kynslóðir geti upplifað óspjallaða náttúru landsins eins og við getum ennþá gert í dag.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar