Þetta kemur fram á Facebook-síðu slökkviliðsins.
Þar segir að tvö verkefni síðasta sólarhrings hafi verið svokallaðir Covid-flutningar. Þar er um að ræða sjúkraflutninga þar sem grunur er um Covid-19 smit hjá þeim sem verið er að flytja.
„Dælubílar fóru í 3 verkefni síðasta sólarhring og voru þau í smærri kantinum. Farið varlega, gæti verið smá hálka í morgunsárið,“ segir í færslu slökkviliðsins.