Eiginmaður Kamilu og ungt barn sem einnig lentu í slysinu njóta nú læknisaðstoðar í Reykjavík. Lögregla segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra.
Kamila og fjölskylda voru búsett á Flateyri og voru að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð í gærmorgun.
Vegfarendur komu að bíl fjölskyldunnar úti í sjó og náðu Kamilu og barni hennar út úr bílnum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem fluttu fjölskylduna á sjúkrahús í Reykjavík.
Stór hluti viðbragðsaðila fór í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu sinnar að björgunaraðgerðunum. Vonir standa til að niðurstaða fáist um það síðar í dag hvort hægt verði að aflétta sóttkvínni. Á annan tug viðbragðsaðila hafa dvalið í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði vegna þessa í gær.
Umferðarslys í Skötufirði, framhaldstilkynning. Áður hefur verið upplýst um alvarlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunnudagur, 17. janúar 2021