Tom Brady hafði betur á móti Drew Brees í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt og á meðan Brady er með stefnuna á enn einn titilinn þá er líklegt að þetta hafi verið síðasta leikurinn hjá Drew Brees.
Tom Brady og Drew Brees eru báðir á fimmtugsaldri og hafa sett mörg met á tíma sínum í NFL-deildinni. Þeir hafa líka mæst mörgum sinnum á ferlinum þar á meðal þrisvar sinnum á þessari leiktíð.
Það vakti athygli margra að sjá til þeirra Tom Brady og Drew Brees út á velli eftir leikinn í nótt. ESPN birti myndband af því eins og sjá má hér fyrir neðan.
Tom Brady and Drew Brees catch up after the game pic.twitter.com/Ve5e6T39lN
— ESPN (@espn) January 18, 2021
Þarna má sjá Tom Brady leika sér við strákana hans Drew Brees.
Drew og Brittany Brees eiga fjögur börn saman. Þrjá stráka sem eru ellefu ára, tíu ára og átta ára og svo sex ára stelpu. Það má sjá þau öll fjögur vera að leika sér með pabba sínum eftir leikinn.
Tom Brady kemur þá til þeirra, heilsar Drew Brees og strákunum og er síðan tilbúinn að fara í smá boltaleik með þeim.
Ekki leiðinlegt fyrir þá að fá sendingar frá goðsögninni Tom Brady en þeir eru líka góðir vanir enda er pabbi þeirra líka einn sá besti í sögunni.
As Tom Brady and Drew Brees hug and say goodbye after a long talk on the field, Brady throws a touchdown pass to Brees son. One walks off to play in the NFC championship, the other stays to play with his kids. pic.twitter.com/wdWDro9YD4
— James Palmer (@JamesPalmerTV) January 18, 2021