Klukkan 18.00 er það leikur ÍBV og Hauka. ÍBV er með fimm stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar en Haukar eru með tvö stig eftir fjóra leiki.
Klukkan 19.30 er það svo leikur FH og Vals í Kaplakrika. Gengi liðanna hefur verið ólíkt; Valur er á toppnum með sex stig en nýliðar FH eru á botninum án stiga.
Real Valladolid og Elche mætast í spænska boltanum klukkan 18.00 og klukkan 20.30 er það leikur Alavés og Sevilla.
Southampton og Shrewsbury Town gátu ekki mæst í enska bikarnum um síðustu helgi vegna kórónuveirusmita og þau mætast því á St. Mary’s klukkan 20.00.
Síðast en ekki síst hita Henry Birgir Gunnarsson og félagar upp fyrir Olís-deildina klukkan 20.00 en hún hefst í næstu viku eftir langt hlé.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.