NBA dagsins: Háloftafuglinn Zion í stuði og Doncic fór fram úr Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 15:01 Zion Williamson treður boltanum með tilþrifum í nótt. AP/Rich Pedroncelli Zion Williamson og Luka Doncic buðu upp á flott tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en útkoman í leikjum liða þeirra var ólík. Skemmtikrafturinn Zion Williamson bauð upp á flott tilþrif þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings í nótt á sama og fótboltalið borgarinnar var slegið út úr úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Zion Williamson skoraði 31 stig á 35 mínútum og hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leik. Með þessum sigri enduðu Pelíkanarnir fimm leikja taphrinu og unnu sinn fyrsta leik síðan á móti Toronto Raptors 3. janúar síðastliðinn. Það þurfti eitthvað sérstakt frá Zion í þessum leik því í hinu liðinu átti bakvörðurinn De'Aaron Fox magnaðan leik. Fox skoraði 43 stig og gaf 13 stoðsendingar að auki. Stórleikur Luka Doncic dugði aftur á móti ekki fyrir Dallas Mavericks á móti Chicago Bulls. Doncic bauð upp á magnaða þrennu því hann var með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar í leiknum. Með þessari þrennu þá komst hann upp fyrir Michael Jordan á þrennu listanum og það í leik á móti Bulls. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall og bara á þriðja ári sínu í NBA-deildinni þá er Luka Doncic kominn með 29 þrennu á ferlinum eða eina fleiri en sjálfur Michael Jordan. Luka Doncic passes Michael Jordan on the all-time triple-doubles list after notching his 29th today.It's only Luka's third season pic.twitter.com/ecl7mrB8BB— ESPN (@espn) January 17, 2021 Dallas Mavericks tapaði reyndar öðrum leik sínum í röð en í liðið vantaði marga leikmenn vegna kórónuveiruvandamála. Þá meiddist líka Tim Hardaway Jr. fyrir leikinn og liðið saknaði hans mikið. Hér fyrir neðam má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Chicago Bulls á Dallas Mavericks og úr sigri New Orleans Pelicans og Sacramento Kings. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Auðvitað var það boltatækni Luka Doncic sem tryggði honum bestu tilþrif næturinnar en Zion Williamson var númer tvö. Klippa: NBA dagsins (frá 17. janúar 2021) NBA Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Skemmtikrafturinn Zion Williamson bauð upp á flott tilþrif þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings í nótt á sama og fótboltalið borgarinnar var slegið út úr úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Zion Williamson skoraði 31 stig á 35 mínútum og hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leik. Með þessum sigri enduðu Pelíkanarnir fimm leikja taphrinu og unnu sinn fyrsta leik síðan á móti Toronto Raptors 3. janúar síðastliðinn. Það þurfti eitthvað sérstakt frá Zion í þessum leik því í hinu liðinu átti bakvörðurinn De'Aaron Fox magnaðan leik. Fox skoraði 43 stig og gaf 13 stoðsendingar að auki. Stórleikur Luka Doncic dugði aftur á móti ekki fyrir Dallas Mavericks á móti Chicago Bulls. Doncic bauð upp á magnaða þrennu því hann var með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar í leiknum. Með þessari þrennu þá komst hann upp fyrir Michael Jordan á þrennu listanum og það í leik á móti Bulls. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall og bara á þriðja ári sínu í NBA-deildinni þá er Luka Doncic kominn með 29 þrennu á ferlinum eða eina fleiri en sjálfur Michael Jordan. Luka Doncic passes Michael Jordan on the all-time triple-doubles list after notching his 29th today.It's only Luka's third season pic.twitter.com/ecl7mrB8BB— ESPN (@espn) January 17, 2021 Dallas Mavericks tapaði reyndar öðrum leik sínum í röð en í liðið vantaði marga leikmenn vegna kórónuveiruvandamála. Þá meiddist líka Tim Hardaway Jr. fyrir leikinn og liðið saknaði hans mikið. Hér fyrir neðam má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Chicago Bulls á Dallas Mavericks og úr sigri New Orleans Pelicans og Sacramento Kings. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Auðvitað var það boltatækni Luka Doncic sem tryggði honum bestu tilþrif næturinnar en Zion Williamson var númer tvö. Klippa: NBA dagsins (frá 17. janúar 2021)
NBA Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira