Trump náðaði Steve Bannon Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 06:45 Steve Bannon var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í embætti forseta. Getty/Jabin Botsford Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var að náða Steve Bannon sem var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í Hvíta húsinu. Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sjá meira
Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sjá meira
Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09