Fyrsta konan til að dæma í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 15:30 Sarah Thomas er að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni. Getty/Wesley Hitt Super Bowl leikurinn í ár er þegar orðinn sögulegur þrátt fyrir að við vitum ekki enn hvaða lið muni mætast á Raymond James leikvanginum í Tampa í febrúar. NFL-deildin gaf út sögulega tilkynningu í gær þegar hún staðfesti hverjir munu dæma Super Bowl leikinn sem fer fram á Flórída 2. febrúar næstkomandi. Einn af þessum dómurum verður Sarah Thomas en hún er um leið fyrsta konan í sögunni til að dæma í Super Bowl. Aðaldómari leiksins verður Carl Cheffers en Sarah er í hópi þeirra sem munu aðstoða hann við dómgæsluna. Sarah Thomas will become the first woman ever to officiate a Super Bowl.Another barrier broken. @brgridiron pic.twitter.com/WVUuv8Qzrq— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 Troy Vincent hjá NFL deildinni talaði um að Sarah Thomas muni enn á ný skrifa sögu NFL-deildarinnar. Sarah Thomas er 47 ára gömul en fyrir fimm árum varð hún fyrsta konan til að dæma leik í NFL-deildinni. Hún hafði áður skrifað söguna í háskólafótboltanum sem og með að dæma enn af úrslitaleikjum hans. Þetta er því hennar sjötta tímabil í NFL-deildinni og hún endar það með að taka þetta stóra og sögulega skref. Áður en Sarah Thomas fékk tækifærið í NFL-deildinni og braut þennan kynjamúr dómara þá hafði hún verið að dæma í æfingabúðum hjá bæði New Orleans Saints og Indianapolis Colts. Hún dæmdi líka leik Saints og Oakland Raiders á undirbúningstímabilinu 2013. Sarah fékk upphaflega áhuga á dómgæslunni þegar hún fór með eldri bróður sínum á dómararáðstefnu árið 1996. Sarah Thomas already made history when she was named the first permanent female NFL official in 2015, and became the first female to officiate an NFL playoff game in 2019. Now, she's been selected to be part of the officiating crew for Super Bowl LV. https://t.co/cxEHhJKEy8— CNN (@CNN) January 19, 2021 Carl Cheffers hefur dæmt í NFL-deildinni í 21 tímabil en þetta verður hans annar Super Bowl leikur sem aðaldómari. Cheffers dæmdi líka leikinn þegar New England Patriots vann 34-28 sigur á Atlanta Falcons árið 2017. Þar fagnaði Tom Brady sigri og hann gæti líka mætt í Super Bowl í ár. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru eitt af fjórum liðum sem eru eftir í keppninni. Um næstu helgi fara fram úrslitin í deildunum þar sem Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers á meðan að meistararnir í Kansas City Chiefs taka á móti Buffalo Bills. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
NFL-deildin gaf út sögulega tilkynningu í gær þegar hún staðfesti hverjir munu dæma Super Bowl leikinn sem fer fram á Flórída 2. febrúar næstkomandi. Einn af þessum dómurum verður Sarah Thomas en hún er um leið fyrsta konan í sögunni til að dæma í Super Bowl. Aðaldómari leiksins verður Carl Cheffers en Sarah er í hópi þeirra sem munu aðstoða hann við dómgæsluna. Sarah Thomas will become the first woman ever to officiate a Super Bowl.Another barrier broken. @brgridiron pic.twitter.com/WVUuv8Qzrq— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 Troy Vincent hjá NFL deildinni talaði um að Sarah Thomas muni enn á ný skrifa sögu NFL-deildarinnar. Sarah Thomas er 47 ára gömul en fyrir fimm árum varð hún fyrsta konan til að dæma leik í NFL-deildinni. Hún hafði áður skrifað söguna í háskólafótboltanum sem og með að dæma enn af úrslitaleikjum hans. Þetta er því hennar sjötta tímabil í NFL-deildinni og hún endar það með að taka þetta stóra og sögulega skref. Áður en Sarah Thomas fékk tækifærið í NFL-deildinni og braut þennan kynjamúr dómara þá hafði hún verið að dæma í æfingabúðum hjá bæði New Orleans Saints og Indianapolis Colts. Hún dæmdi líka leik Saints og Oakland Raiders á undirbúningstímabilinu 2013. Sarah fékk upphaflega áhuga á dómgæslunni þegar hún fór með eldri bróður sínum á dómararáðstefnu árið 1996. Sarah Thomas already made history when she was named the first permanent female NFL official in 2015, and became the first female to officiate an NFL playoff game in 2019. Now, she's been selected to be part of the officiating crew for Super Bowl LV. https://t.co/cxEHhJKEy8— CNN (@CNN) January 19, 2021 Carl Cheffers hefur dæmt í NFL-deildinni í 21 tímabil en þetta verður hans annar Super Bowl leikur sem aðaldómari. Cheffers dæmdi líka leikinn þegar New England Patriots vann 34-28 sigur á Atlanta Falcons árið 2017. Þar fagnaði Tom Brady sigri og hann gæti líka mætt í Super Bowl í ár. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru eitt af fjórum liðum sem eru eftir í keppninni. Um næstu helgi fara fram úrslitin í deildunum þar sem Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers á meðan að meistararnir í Kansas City Chiefs taka á móti Buffalo Bills. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira