Fyrsta útsending dagsins er klukkan 11.00 er Abu Dhabi HSBC meistaramótið á Evróputúrnum hefst. Klukan 17.00 er það Diamond Resorts Tournament of Champions á LPGA túrnum.
Fleiri golfmót eru á dagskránni í dag því klukkan 20.00 hefst útsending frá The American Express. Allar útsendingarnar frá golfinu verða sýndar á Stöð 2 Golf.
Klukkan 17.00 verður síðasta umferð í Domino’s deild kvenna gerð upp. Í kjölfarið eru það svo tveir leikir í Domino’s deild karla; ÍR gegn Þór Akureyri og svo stórleikur í Síkinu þar sem Valur mætir Tindastól.
Klukkan 22.10 eru það svo Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino’s tilþrifunum sem gera þetta allt saman upp.
Tveir leikir eru í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klukkan 17.50 er það Valencia gegn Osasuna og klukkan 20.20 er það topplið Atletico Madrid gegn Eibar á útivelli.
Rauðvín og klakar, með Steinda Jr. og félögum, er á sínum stað klukkan 21.00 á Stöð 2 eSport.
Allar beinar útsending dagsins sem og næstu daga má sjá hér.