Framfarir eða fullyrðingar? Þóra Björg Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2021 13:31 Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar