RÚV eykur enn hlutdeild sína á auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2021 09:45 Ríkisútvarpið eykur enn fyrirferð sína á auglýsingamarkaði, hlutdeild stofnunarinnar hækkaði milli ára úr 24 í 26 prósent. visir/vilhelm Tekjusamdráttur fjölmiðla er sem nemur sjö prósentum árið 2019 á föstu verðlagi. Fjórar af hverju tíu krónum fara til erlendra aðila. Þetta kemur fram í nýrri athugun Hagstofunnar. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. „Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi orðið umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla og er þá um að ræða dagblöð, vikublöð og önnur blöð og tímarit auk hljóðvarps, sjónvarps og vefmiðla. „Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7%“. Hér má sjá línurit Hagstofunnar sem segir til um þróunina.Hagstofan Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að samdrátturinn sé mestur hjá blöðum og tímaritum. En nærri lætur að samdrátturinn þar nemi 60 prósentum frá því að tekjurnar voru hvað hæstar árið 2006. „Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um fjórðung“. Hér má sjá nánar hver hlutdeild Ríkisútvarpsins í hinum svokölluðu fjölmiðlatekjum er.Hagstofan Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri athugun Hagstofunnar. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu tæplega 25 milljörðum króna. Þar af voru tekjur af notendum 14,3 milljarðar og af auglýsingum ásamt kostun um 10,7 milljarðar. „Hlutdeild Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum hækkaði á milli ára eða úr 24% í 26%. Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 85% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2019. Gera má ráð fyrir að allt að fjórum af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsingabirtinga árið 2019 hafi runnið til erlendra aðila,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hafi orðið umtalsverður samdráttur í tekjum fjölmiðla og er þá um að ræða dagblöð, vikublöð og önnur blöð og tímarit auk hljóðvarps, sjónvarps og vefmiðla. „Frá 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um tæp 30% reiknað á verðlagi ársins 2019. Eftir nokkra tekjuaukningu áranna 2015-2017 hafa tekjurnar fallið á ný eða um 13%. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 40% lægri en þegar þær voru hæstar (2007) reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa tekjur af notendagjöldum lækkað um 7%“. Hér má sjá línurit Hagstofunnar sem segir til um þróunina.Hagstofan Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að samdrátturinn sé mestur hjá blöðum og tímaritum. En nærri lætur að samdrátturinn þar nemi 60 prósentum frá því að tekjurnar voru hvað hæstar árið 2006. „Tekjur af útgáfu tímarita og annarra blaða lækkuðu um 12% á milli áranna 2018 og 2019. Tekjur hljóðvarps lækkuðu um 9% á milli ára, sjónvarps um 4% og vefmiðla um fjórðung“. Hér má sjá nánar hver hlutdeild Ríkisútvarpsins í hinum svokölluðu fjölmiðlatekjum er.Hagstofan
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira