Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 15:09 Manninum var árið 2019 neitað um starf sem skólabílstjóri hjá sveitarfélaginu vegna kærunnar frá 2012. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri. Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira