Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 15:09 Manninum var árið 2019 neitað um starf sem skólabílstjóri hjá sveitarfélaginu vegna kærunnar frá 2012. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri. Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira